Innlent

Björguðu hundi sem féll um tuttugu metra

Samúel Karl Ólason skrifar
Image1.jpeg
Landsbjörg

Björgunarsveitir á Sauðárkróki og Mývatni voru kallaðar út með stuttu millibili á áttunda tímanum í kvöld. Fyrsta útkallið sneri að hundi sem lenti féll um tuttugu metra fram af kletti í Skagafirði og hið seinna var vegna mótorhjólaslys við afleggjarann að Herðubreiðalindum.

Landsbjörg

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að eigandi áðurnefnds hunds hafi verið á göngu við Gönguskarðsá í Skagafirði þar sem hundurinn féll fram af kletti.

Hundurinn lá svo meðvitundarlaus í urð en erfitt var að komast til hans.

Dýralæknir og björgunarsveitarfólk komst að hundinum sem rankaði við sér eftir að hafa legið hreyfingarlaus í nokkurn tíma.

Þá var björgunarsveit á Mývatni kölluð til vegna mótorhjólaslyss við Hrossaborg þar sem ferðamaður hafði hrasað og fengið höfuðhögg, samkvæmt tilkynningu Landsbjargar. Þegar björgunarsveitarfólk bar að garði hafði vegfarandi komið manninum til aðstoðar og ekið honum til móts við sjúkrabíl.

Landsbjörg


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×