Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Við ræðum einnig við íslenska konu sem var í Fields þegar skotárásin hófst. Hún segir hræðsluna sem greip um sig fasta í minni sér.
Þá kynnum við okkur stórmerkilega rannsókn í Eyjafirðinum þar sem alþjóðlegur hópur vísindamanna skoðar nú hverastrýtur í því skyni að kanna hvort líf hafi geta þróast á Mars. Niðurstöðurnar verða notaðar til undirbúnings frekari könnunarleiðangra til reikistjörnunnar.
Við kíkjum einnig í bíó þar sem gestir hafa verið að mæta óvenju prúðbúnir á teiknimyndina Skósveinana og hittum krúttlegan yrðling sem hefur gert sig heimakominn á Mjóeyri við Eskifjörð og leikur við hundinn á bænum.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.