Bæði Manchester-liðin vilja Gnabry Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 16:01 Serge Gnabry gæti verið á leið til Englands á nýjan leik. EPA-EFE/MATTHIAS BALK Serge Gnabry, framherji Bayern München og þýska landsliðsins, virðist fáanlegur fyrir rétta upphæð. Hann á ár eftir af samningi sínum í Bæjaralandi og renna bæði Manchester-liðin hýru auga til leikmannsins. Hinn 26 ára gamli Gnabry hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Bayern og virðist sem endurkoma til Englands gæti verið í kortunum. Gnabry spilaði með Arsenal á sínum yngri árum áður en hann hélt aftur til heimalandsins. Þar hefur hann getið af sér gott orð og verið mikilvægur hlekkur í sigurmaskínu Bayern á undanförnum árum. Enska götublaðið The Sun heldur því fram að bæði Englandsmeistarar Manchester City sem og Manchester United séu tilbúin að festa kaup á leikmanninum sem ku vera falur fyrir aðeins 35 milljónir punda þar sem Bayern vill ekki missa hann frítt næsta sumar. Mætti flokka það sem rán um hábjartan dag miðað við núverandi markað. Both Pep Guardiola and Erik ten Hag 'want to sign £35m Bayern Munich winger Serge Gnabry' https://t.co/zAotaLUBJw— MailOnline Sport (@MailSport) July 3, 2022 Pep Guardiola vill fá Gnabry til Man City til að fylla skarð Raheem Sterling sem virðist vera á leið til Chelsea í leit að meiri spiltíma. Sá þýski getur spilað á báðum vængjum eða sem fremsti maður og ætti því að nýtast liði Guardiola vel. Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Manchester United, vill auka gæðin sem og breiddina í sóknarlínu Rauðu djöflanna. Gnabry myndi gera bæði sem og hann yrði þetta stóra nafn sem Man United virðist reyna kaupa hvert sumar. Bayern vill halda Gnabry í sínum röðum og bauð félagið honum 200 þúsund pund í vikulaun til að vera áfram. Leikmaðurinn neitaði og miðað við hvað Manchester-liðin borga mönnum oft á tíðum í laun gæti sú tala hækkað verulega færi Gnabry sig yfir til Bretlandseyja. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Gnabry hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Bayern og virðist sem endurkoma til Englands gæti verið í kortunum. Gnabry spilaði með Arsenal á sínum yngri árum áður en hann hélt aftur til heimalandsins. Þar hefur hann getið af sér gott orð og verið mikilvægur hlekkur í sigurmaskínu Bayern á undanförnum árum. Enska götublaðið The Sun heldur því fram að bæði Englandsmeistarar Manchester City sem og Manchester United séu tilbúin að festa kaup á leikmanninum sem ku vera falur fyrir aðeins 35 milljónir punda þar sem Bayern vill ekki missa hann frítt næsta sumar. Mætti flokka það sem rán um hábjartan dag miðað við núverandi markað. Both Pep Guardiola and Erik ten Hag 'want to sign £35m Bayern Munich winger Serge Gnabry' https://t.co/zAotaLUBJw— MailOnline Sport (@MailSport) July 3, 2022 Pep Guardiola vill fá Gnabry til Man City til að fylla skarð Raheem Sterling sem virðist vera á leið til Chelsea í leit að meiri spiltíma. Sá þýski getur spilað á báðum vængjum eða sem fremsti maður og ætti því að nýtast liði Guardiola vel. Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Manchester United, vill auka gæðin sem og breiddina í sóknarlínu Rauðu djöflanna. Gnabry myndi gera bæði sem og hann yrði þetta stóra nafn sem Man United virðist reyna kaupa hvert sumar. Bayern vill halda Gnabry í sínum röðum og bauð félagið honum 200 þúsund pund í vikulaun til að vera áfram. Leikmaðurinn neitaði og miðað við hvað Manchester-liðin borga mönnum oft á tíðum í laun gæti sú tala hækkað verulega færi Gnabry sig yfir til Bretlandseyja.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira