Erlent

Sex látin vegna skriðu á Marmolada

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Skriða varð á jökli á Marmolada sem er hæsti tindur Dólómítafjalla.
Skriða varð á jökli á Marmolada sem er hæsti tindur Dólómítafjalla. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA

Sex eru látin vegna jökulskriðu í ítölsku ölpunum, átta aðrir eru slasaðir og sautján er saknað.

Skriðan varð á jökli á Marmolada sem er hæsti tindur Dólómítafjalla.

Óvenju hlýtt var á svæðinu þegar skriðan féll, eða tíu gráður. Hitabylgja hefur verið að láta á sér kræla í vestanverðri Evrópu. Þetta kemur fram í umfjöllun CNN.

Umfangsmikil leit hefur verið hafin á svæðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.