Erlent

Neyðarástand í Sydney vegna mikillar rigningar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Myndin er tekin í flóðum sem urðu í Sydney í mars á þessu ári. 
Myndin er tekin í flóðum sem urðu í Sydney í mars á þessu ári.  EPA/Bianca De Marchi

Þúsundum íbúa suðausturhluta Sydney, stærstu borgar Ástralíu, hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna mikillar rigningar í borginni. Stærsta stífla borgarinnar er orðin yfirfull af vatni.

„Þetta er lífshættulegt neyðarástand,“ segir Steph Cooke, ráðherra almannavarna í Nýju Suður-Wales um rigninguna en yfir 200 millimetrum af úrkomu hefur rignt yfir svæðið.

Rigningin gæti leitt til skyndiflóða, árflóða og strandrofs. Nú þegar er búið að bjarga um þrjátíu manns úr flóðum í borginni. Einn þeirra sem bjargað var hafði hangið á staur í klukkutíma samkvæmt CNN.

„Það er ekkert pláss fyrir vatnið í stíflunum, vatnið er byrjað að flæða yfir stífluveggina. Árnar eru að renna mjög hratt og það er mjög hættulegt,“ segir Carlene York, starfsmaður almannavarna Ástralíu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.