Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin er Víkingar rúlluðu KR upp í Vestur­bænum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Beitir Ólafsson og Nikolaj Hansen í baráttunni.
Beitir Ólafsson og Nikolaj Hansen í baráttunni. Vísir/Hulda Margrét

Íslands og bikarmeistarar Víkings unnu frábæran 3-0 sigur á KR er liðin mættust á Meistaravöllum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Hér að neðan má sjá öll mörk leiksins.

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og áttu KR-ingar sín færi, til að mynda átti Atli Sigurjónsson gott skot í stöngina. 

Eftir hálftíma komust gestirnir hins vegar yfir, Kennie Chopart var dæmdur brotlegur innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Nikolaj Hansen fór á punktinn og kom Víking 1-0 yfir. 

Í síðari hálfleik skoraði Pablo Punyed úr aukaspyrnu þar sem Beitir Ólafsson hefði að öllum líkindum átt að gera betur. Svo gerði Halldór Smári Sigurðsson sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild undir lok leiks. 

Lokatölur 3-0 og Víkingar á frábæru skriði á meðan KR er í vondum málum.

Klippa: Besta deild karla: KR 0-3 Víkingur

Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.