Ísland tæplega „norrænt velferðarríki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2022 23:25 Í Kjarafréttum Eflingur segir þó að það sé ekki allt kolsvart í íslenska velferðarríkinu. Vísir/Egill Erfitt er að kalla Ísland „norrænt velferðarríki“ samkvæmt Kjarafréttum stéttarfélagsins Eflingar. Útgjöld til velferðarríkisins á Íslandi eru minni að vöxtum en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt ritinu sem kom út í dag munar verulega á útgjöldum Íslands og annarra Norðurlandaþjóða á sumum sviðum þegar kemur að velferð. Sérstaklega áberandi er munur á barnabótum en í Svíþjóð eru bæturnar tæplega sex sinnum hærri sé miðað við prósentu af meðallaunum. Taflan sýnir hvernig Ísland stendur miðað við aðrar OECD-þjóðir þegar kemur að barnabótum.Efling „Áður stóð Ísland betur að vígi í samanburði á útgjöldum til velferðarþjónustu, en þar hefur hallað á eftir að útgjöld til heilbrigðisþjónustu hafa dregist umtalsvert saman á síðasta einum og hálfum áratugnum,“ segir í ritinu. Ísland var borið saman við önnur OECD-ríki í flokkunum opinber útgjöld til velferðamála, heildarútgjöld velferðarmála, opinber útgjöld í tekjutilfærslur, tekjutilfærslur til vinnandi fólks, barnabætur fyrir hjón með tvö börn, heildarútgjöld hins opinbera til lífeyrisgreiðslna og heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ísland skoraði lægst af öllum Norðurlandaþjóðunum í öllum flokkum nema í flokknum sem fjallar um tekjutilfærslur til vinnandi fólks. Taflan sýnir stöðu Íslands þegar kemur að tekjutilfærslum til vinnandi fólks samanborið við aðrar OECD-þjóðir.Efling Ábyrgðarmaður ritsins er Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, og telur hann með þessum gögnum blasi við að íslenska velferðarríkið nái ekki máli sem „norrænt velferðarríki“. „Hvernig stendur á þessu? Nærtæk skýring er sú að stjórnvöld hafi ekki haft nægan skilning eða vilja til að standa betur að uppbyggingu og rekstri íslenska velferðarríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem lengst af hefur haldið uppi mestri andstöðu gegn aukningu velferðarútgjalda til kjarabóta fyrir þjóðina og raunar oft talað gegn tilvist velferðarríkisins og hafnað meginleið norrænu velferðarríkjanna,“ segir í ritinu. Þá er sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að umtalsverðu leyti náð fram markmiðum sínum í velferðarmálum með því að „tryggja að íslenska velferðarríkið sé veigaminna og vanbúnara en tíðkast á hinum Norðurlöndunum“. Í ritinu segir þó að þó það sé ekki allt kolsvart í íslenska velferðarríkinu þá sé staðan í meginþáttum þess of lök miðað við frændþjóðir okkar. Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Samkvæmt ritinu sem kom út í dag munar verulega á útgjöldum Íslands og annarra Norðurlandaþjóða á sumum sviðum þegar kemur að velferð. Sérstaklega áberandi er munur á barnabótum en í Svíþjóð eru bæturnar tæplega sex sinnum hærri sé miðað við prósentu af meðallaunum. Taflan sýnir hvernig Ísland stendur miðað við aðrar OECD-þjóðir þegar kemur að barnabótum.Efling „Áður stóð Ísland betur að vígi í samanburði á útgjöldum til velferðarþjónustu, en þar hefur hallað á eftir að útgjöld til heilbrigðisþjónustu hafa dregist umtalsvert saman á síðasta einum og hálfum áratugnum,“ segir í ritinu. Ísland var borið saman við önnur OECD-ríki í flokkunum opinber útgjöld til velferðamála, heildarútgjöld velferðarmála, opinber útgjöld í tekjutilfærslur, tekjutilfærslur til vinnandi fólks, barnabætur fyrir hjón með tvö börn, heildarútgjöld hins opinbera til lífeyrisgreiðslna og heildarútgjöld til heilbrigðismála. Ísland skoraði lægst af öllum Norðurlandaþjóðunum í öllum flokkum nema í flokknum sem fjallar um tekjutilfærslur til vinnandi fólks. Taflan sýnir stöðu Íslands þegar kemur að tekjutilfærslum til vinnandi fólks samanborið við aðrar OECD-þjóðir.Efling Ábyrgðarmaður ritsins er Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, og telur hann með þessum gögnum blasi við að íslenska velferðarríkið nái ekki máli sem „norrænt velferðarríki“. „Hvernig stendur á þessu? Nærtæk skýring er sú að stjórnvöld hafi ekki haft nægan skilning eða vilja til að standa betur að uppbyggingu og rekstri íslenska velferðarríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem lengst af hefur haldið uppi mestri andstöðu gegn aukningu velferðarútgjalda til kjarabóta fyrir þjóðina og raunar oft talað gegn tilvist velferðarríkisins og hafnað meginleið norrænu velferðarríkjanna,“ segir í ritinu. Þá er sagt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að umtalsverðu leyti náð fram markmiðum sínum í velferðarmálum með því að „tryggja að íslenska velferðarríkið sé veigaminna og vanbúnara en tíðkast á hinum Norðurlöndunum“. Í ritinu segir þó að þó það sé ekki allt kolsvart í íslenska velferðarríkinu þá sé staðan í meginþáttum þess of lök miðað við frændþjóðir okkar.
Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Kjaramál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira