Innlent

Fjórða til­felli apa­bólunnar: Grunur um innan­lands­smit

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm.

Í gær greindist fjórði einstaklingurinn með apabólu á Íslandi. Um er að ræða karlmann á miðjum aldri. Svo virðist sem um sé að ræða innanlandssmit frá áður óþekktum smitbera.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni á vef Embætti landlæknis. Fyrstu þrjú tilfelli apabólu hér á landi voru rakin til ferða til Evrópu.

Smitrakning stendur nú yfir og er viðkomandi við góða heilsu og dvelur í einangrun heima.

Enn hafa bóluefni eða veirulyf ekki borist til landsins en síðustu fréttir frá Evrópusambandinu herma, að von sé á fyrstu sendingu innan fárra vikna.

Nú hafa um þrjú þúsund manns greinst með apabólu í Evrópu á þessu ári og eru alvarleg veikindi fátíð.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf út á dögunum að ekki þurfi að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs apabólu. Það þurfi hins vegar að fylgjast grannt með faraldrinum sem hefur brotist út í yfir fimmtíu löndum.


Tengdar fréttir

Ó­al­gengt að vera ein­kenna­laus

Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.