Íslenski boltinn

Stórleikur í Víkinni og Kópavogsslagur í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingar taka á móti KR-ingum í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla.
Víkingar taka á móti KR-ingum í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla. vísir/Hulda Margrét

Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og undanúrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í dag.

Bikarmeistarar Víkings fá KR í heimsókn í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Bikarmeistarar Breiðabliks fara á Selfoss og mæta heimakonum í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna.

Kópavogsliðin HK og Breiðabliks eigast við í Kórnum í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Spútniklið Mjólkurbikarsins, Ægir, fer til Akureyrar og mætir þar KA. Þá taka Kórdrengir á móti FH.

Í hinni viðureign undanúrslita Mjólkurbikars kvenna mætast Stjarnan og Valur á Samsung-vellinum í Garðabænum.

Átta liða úrslit Mjólkurbikars karla fara fram 10. og 11. ágúst og undanúrslit Mjólkurbikars kvenna 12. og 13. ágúst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.