Vaktin: Pútín hafnar því að Rússar haldi úkraínskum flutningaskipum föstum Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason og Magnús Jochum Pálsson skrifa 30. júní 2022 08:57 Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Joko Widodo, forseti Indónesíu, funduðu saman í Moskvu í dag. Contributor/Getty Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa munu gjalda líku líkt ef Atlantshafsbandalagið kemur upp hernaðarinnviðum í Finnlandi og/eða Svíþjóð eftir að ríkin hafa fengið aðild að bandalaginu. Rússneskir miðlar hafa eftir Pútín að hann geti ekki útilokað að spenna muni skapast í samskiptum Rússa og stjórnvalda í Helsinki og Stokkhólmi í kjölfar inngöngu þeirra í Nató. „Við eigum ekki í vandamálum með Svíþjóð og Finnland eins og við eigum í með Úkraínu,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í Túrkmenistan. Hann sagðist ekki eiga í erjum um landsvæði við Svía og Finna líkt og Úkraínumenn. Pútín sagði Norðurlöndunum í sjálfsvald sett að ganga í Nató en ef viðbúnaður yrði aukinn í ríkjunum í kjölfarið, myndu Rússar svara í sömu mynt og auka viðbúnað sinn til samræmis. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir nýtt járntjald vera að myndast milli Rússlands og Vestursins. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum og segir þau föst vegna sprengja sem Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur greint frá því að diplómatískum tengslum Úkraínu og Sýrlands hafi verið slitið eftir að stjórnvöld í Sýrlandi viðurkenndu sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Borgin Lysychansk í Luhansk sætir stöðugum árásum Rússa. Unnið er að því að flytja íbúa frá borginni, á sama tíma og Rússar freista þess að umkringja hana. Úkraínumenn segja Rússa hafa hörfað frá Snákaeyju. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, segir raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti hrakið Rússa alfarið frá landinu. Allt hernám Rússa sé fullkomlega ólöglegt. Embættismenn segja mögulegt að Kalíngrad verði undanþegið refsiaðgerðum bandamanna, þannig að flutningar þangað um Litháen gætu hafist aftur innan tíðar.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa munu gjalda líku líkt ef Atlantshafsbandalagið kemur upp hernaðarinnviðum í Finnlandi og/eða Svíþjóð eftir að ríkin hafa fengið aðild að bandalaginu. Rússneskir miðlar hafa eftir Pútín að hann geti ekki útilokað að spenna muni skapast í samskiptum Rússa og stjórnvalda í Helsinki og Stokkhólmi í kjölfar inngöngu þeirra í Nató. „Við eigum ekki í vandamálum með Svíþjóð og Finnland eins og við eigum í með Úkraínu,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í Túrkmenistan. Hann sagðist ekki eiga í erjum um landsvæði við Svía og Finna líkt og Úkraínumenn. Pútín sagði Norðurlöndunum í sjálfsvald sett að ganga í Nató en ef viðbúnaður yrði aukinn í ríkjunum í kjölfarið, myndu Rússar svara í sömu mynt og auka viðbúnað sinn til samræmis. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir nýtt járntjald vera að myndast milli Rússlands og Vestursins. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum og segir þau föst vegna sprengja sem Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur greint frá því að diplómatískum tengslum Úkraínu og Sýrlands hafi verið slitið eftir að stjórnvöld í Sýrlandi viðurkenndu sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Borgin Lysychansk í Luhansk sætir stöðugum árásum Rússa. Unnið er að því að flytja íbúa frá borginni, á sama tíma og Rússar freista þess að umkringja hana. Úkraínumenn segja Rússa hafa hörfað frá Snákaeyju. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, segir raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti hrakið Rússa alfarið frá landinu. Allt hernám Rússa sé fullkomlega ólöglegt. Embættismenn segja mögulegt að Kalíngrad verði undanþegið refsiaðgerðum bandamanna, þannig að flutningar þangað um Litháen gætu hafist aftur innan tíðar.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira