Vaktin: Myndskeið sýnir árásina á verslunarmiðstöðina Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 29. júní 2022 08:56 Verslunarmiðstöð í Kremenchuk varð fyrir eldflaug í fyrradag. AP Photo/Efrem Lukatsky Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu skapa óstöðugleika og að í augum stjórnvalda í Rússlandi sé um að ræða neikvæða þróun. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, segir stækkun bandalagsins þvert á það sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði viljað. Þá sýndi hún að dyr bandalagsins væru opnar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leiðtogar Nató-ríkjanna funda nú í Madríd, þaðan sem tíðinda er að vænta í allan dag. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og leiðtogar aðildarríkja Nató segja að ríkin muni á ráðstefnu sinni í Madríd í vikunni skilgreina Rússland sem helstu ógnina við bandalagið. Rússland hefur hingað til verið skilgreint sem „stragedískur samstarfsaðili“. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, sagði í pallborði í morgun að það yrðu stór mistök af hálfu Kínverja ef þeir réðust inn í Taívan. Hún sagði að Bretar og aðrar þjóðir ættu að endurskoða viðskipti sín við ríki sem beittu efnahagslegum yfirburðum sínum með þvingandi hætti. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vakti reiði í Rússlandi þegar hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri ekki velkominn á fund G2-ríkjanna á Indónesíu í nóvember en gæti mögulega tekið þátt um fjarfundarbúnað. Forseti Indónesíu mun heimsækja Moskvu á morgun og funda með Pútín. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við NBC að hroðaverk Rússa í Bucha líktust atriðum úr stríðsmynd. Hann sagði þögn hafa ríkt á vettvangi og dauðinn hangið í loftinu. „Og þú skilur að raunveruleikinn er meira ógnvekjandi en nokkur bíómynd.“ Á fundi öyggisráðs Sameinuðu þjóðanna sagði fulltrúi Rússlands að ráðið hefði grafið undan trúverðugleika sínum með því að leyfa Selenskí að biðla þar um meiri vopn til handa Úkraínumönnum.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, segir stækkun bandalagsins þvert á það sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði viljað. Þá sýndi hún að dyr bandalagsins væru opnar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leiðtogar Nató-ríkjanna funda nú í Madríd, þaðan sem tíðinda er að vænta í allan dag. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og leiðtogar aðildarríkja Nató segja að ríkin muni á ráðstefnu sinni í Madríd í vikunni skilgreina Rússland sem helstu ógnina við bandalagið. Rússland hefur hingað til verið skilgreint sem „stragedískur samstarfsaðili“. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, sagði í pallborði í morgun að það yrðu stór mistök af hálfu Kínverja ef þeir réðust inn í Taívan. Hún sagði að Bretar og aðrar þjóðir ættu að endurskoða viðskipti sín við ríki sem beittu efnahagslegum yfirburðum sínum með þvingandi hætti. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vakti reiði í Rússlandi þegar hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri ekki velkominn á fund G2-ríkjanna á Indónesíu í nóvember en gæti mögulega tekið þátt um fjarfundarbúnað. Forseti Indónesíu mun heimsækja Moskvu á morgun og funda með Pútín. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við NBC að hroðaverk Rússa í Bucha líktust atriðum úr stríðsmynd. Hann sagði þögn hafa ríkt á vettvangi og dauðinn hangið í loftinu. „Og þú skilur að raunveruleikinn er meira ógnvekjandi en nokkur bíómynd.“ Á fundi öyggisráðs Sameinuðu þjóðanna sagði fulltrúi Rússlands að ráðið hefði grafið undan trúverðugleika sínum með því að leyfa Selenskí að biðla þar um meiri vopn til handa Úkraínumönnum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira