Glugginn opinn en hvaða lið grípa í veskið? Sindri Sverrisson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 29. júní 2022 10:01 Almarr Ormarsson ku vera á leið aftur til Fram og þá er framtíð Óskars Arnar Haukssonar hjá Stjörnunni í óvissu. vísir/Hulda Margrét Íslensk knattspyrnufélög geta núna stundað viðskipti að vild því félagaskiptaglugginn var opnaður í dag og verður ekki lokað fyrr en á miðnætti 26. júlí. Tíu umferðir eru búnar í Bestu deild karla og án vafa hugsa einhver félaganna tólf í deildinni sér gott til glóðarinnar að geta lappað upp á leikmannahópa sína. Vísir gerði nokkurs konar þarfagreiningu fyrir félögin og fór yfir það hvar mesta þörfin væri fyrir liðsstyrk, eins og sjá má hér að neðan. Stórveldi á borð við FH og KR horfa upp á þann möguleika að þau gætu endað á að spila í neðri hlutanum þegar deildinni verður í fyrsta sinn skipt upp í tvennt í haust. Vilji þau forðast það þurfa þau því væntanlega að opna budduna. Risið er hátt á Blikum þessa dagana enda eru þeir langbesta lið landsins.vísir/Hulda Margrét Breiðablik er í toppmálum, með ellefu stiga forskot á næstu þrjú lið sem þó eiga leik til góða, og sjálfsagt ekki rík þörf fyrir nýja leikmenn í Kópavogi nema að aðrir séu á leið í atvinnumennsku. ÍBV og Leiknir sitja í fallsætunum en stutt er upp í næstu lið og forráðamenn ÍA, Fram og Keflavíkur eru eflaust ekkert í rónni varðandi hættuna á falli. Meðal leikmanna sem gætu verið eftirsóttir næsta mánuðinn má nefna Óskar Örn Hauksson, Sigurð Egil Lárusson, Brynjar Gauta Guðjónsson, Elfar Frey Helgason og Viðar Örn Kjartansson. Breiðablik 1. sæti Hvað vantar? Blikar þurfa í raun ekkert enda hafa þeir spilað langbesta fótboltann á Íslandi í sumar og virðast nánast algjörlega óstöðvandi. Ný viðbót gæti ruggað bát sem engin ástæða er til að rugga. Stjarnan 2. sæti Hvað vantar? Stjörnumenn hafa stólað á sína ungu og efnilegu leikmenn í sumar og það hefur gefið góða raun. Garðbæingar þurfa helst sóknarmann ef Emil Atlason meiðist eða hættir að skora, og ef til vill miðvörð ef Brynjar Gauti hverfur á braut. Víkingur 3. sæti Hvað vantar? Víkingar eru vel settir en söknuðu Pablos Punyed sárt þegar hann var meiddur og gætu viljað ráða betur við það. Meistararnir þurfa líka að búa sig undir það að Kristall Máni Ingason verði fenginn út í atvinnumennsku. Valur 4. sæti Hvað vantar? Valsmenn virðast ansi vel settir hvað leikmannahóp varðar og hefðu kannski mest not fyrir nýjan íþróttasálfræðing. Hraður kantmaður gæti eflt sóknarleikinn en Valur hefur ekki enn fyllt skarðið sem Aron Bjarnason skildi eftir sig þegar hann fór eftir tímabilið 2020. Sigurður Egill Lárusson hefur fengið fá tækifæri með Val í sumar. Verður hann áfram á Hlíðarenda?vísir/Hulda Margrét KA 5. sæti Hvað vantar? Miðjumann fyrst að Sebastiaan Brebels er farinn, mögulega varnarmann ef Oleksiy Bykov fer og sterkan markaskorara ef slíkur er á lausu. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hafa KA-menn gefið eftir að undanförnu og þurfa að hafa sig alla við til að komast í úrslitakeppni efstu sex liðanna. KR 6. sæti Hvað vantar? Unga leikmenn með næga hæfileika til að fríska upp á aldrað og reynslumikið lið sem valdið hefur vonbrigðum í sumar. Jafnmikil þörf er á liðsstyrk um allan völl. Keflavík 7. sæti Hvað vantar? Gæðamiðjumann fyrir hinn úkraínska Ivan Kaliuzhnyi sem er á förum og sóknarmann í stað Joey Gibbs ef fæðingarorlof hans í Ástralíu dregst á langinn. Fram 8. sæti Hvað vantar? Miðvörð sem liðið getur stólað á og mögulega öflugri markvörð. Framarar hafa fengið á sig langflest mörk í sumar eða 26 í tíu leikjum en spila reyndar opinn fótbolta. Þeir þurfa að stoppa í götin aftast á vellinum ef þeir ætla að spila í Bestu deildinni á næsta tímabili. Þeir eru greinilega meðvitaðir um það og hafa gert Stjörnunni tilboð í Brynjar Gauta. Þá er Almarr Ormarsson aftur á leið til Fram samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Fram hefur falast eftir kröftum Brynjars Gauta Guðjónssonar enda ekki vanþörf á að styrkja varnarleik liðsins.vísir/daníel FH 9. sæti Hvað vantar? Eitthvað mikið er að í Kaplakrika og spurning hvort að Eiður Smári Guðjohnsen geti bætt úr því. Hann hlýtur að skoða það að fá allavega einn hreinræktaðan miðvörð og mögulega fleiri leikmenn. Leikmannahópur FH er undarlega samsettur en það þarf meira en einn félagaskiptaglugga til að koma því í lag. ÍA 10. sæti Hvað vantar? Það var forvitnilegt úrræði að fá Garðar Gunnlaugsson aftur í slaginn og sýnir að ÍA vantar sóknarmann. Viktor Jónsson hefur ekkert spilað í sumar vegna meiðsla og þótt Eyþór Aron Wöhler hafi staðið sig vel myndi Jón Þór Hauksson eflaust ekki slá hendinni á móti framherja. Skapandi miðjumaður gæti einnig bætt liðið mikið. ÍA hefur þegar fengið danska kantmanninn Kristian Lindberg og gæti bætt meira við sig. Leiknir 11. sæti Hvað vantar? Leiknismenn hafa skorað fæst mörk allra liða, aðeins sjö, svo augljósa svarið er skæður sóknar- eða kantmaður sem gæti komið með nýtt og ferskt blóð fremst á vellinum. ÍBV 12. sæti Hvað vantar? Góðan kantmann og markvörð, og mögulega nýjan þjálfara ef hlutirnir fara ekki að smella hjá Hermanni Hreiðarssyni og ráðgjafa hans, Heimi Hallgrímssyni. Besta deild karla Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Tíu umferðir eru búnar í Bestu deild karla og án vafa hugsa einhver félaganna tólf í deildinni sér gott til glóðarinnar að geta lappað upp á leikmannahópa sína. Vísir gerði nokkurs konar þarfagreiningu fyrir félögin og fór yfir það hvar mesta þörfin væri fyrir liðsstyrk, eins og sjá má hér að neðan. Stórveldi á borð við FH og KR horfa upp á þann möguleika að þau gætu endað á að spila í neðri hlutanum þegar deildinni verður í fyrsta sinn skipt upp í tvennt í haust. Vilji þau forðast það þurfa þau því væntanlega að opna budduna. Risið er hátt á Blikum þessa dagana enda eru þeir langbesta lið landsins.vísir/Hulda Margrét Breiðablik er í toppmálum, með ellefu stiga forskot á næstu þrjú lið sem þó eiga leik til góða, og sjálfsagt ekki rík þörf fyrir nýja leikmenn í Kópavogi nema að aðrir séu á leið í atvinnumennsku. ÍBV og Leiknir sitja í fallsætunum en stutt er upp í næstu lið og forráðamenn ÍA, Fram og Keflavíkur eru eflaust ekkert í rónni varðandi hættuna á falli. Meðal leikmanna sem gætu verið eftirsóttir næsta mánuðinn má nefna Óskar Örn Hauksson, Sigurð Egil Lárusson, Brynjar Gauta Guðjónsson, Elfar Frey Helgason og Viðar Örn Kjartansson. Breiðablik 1. sæti Hvað vantar? Blikar þurfa í raun ekkert enda hafa þeir spilað langbesta fótboltann á Íslandi í sumar og virðast nánast algjörlega óstöðvandi. Ný viðbót gæti ruggað bát sem engin ástæða er til að rugga. Stjarnan 2. sæti Hvað vantar? Stjörnumenn hafa stólað á sína ungu og efnilegu leikmenn í sumar og það hefur gefið góða raun. Garðbæingar þurfa helst sóknarmann ef Emil Atlason meiðist eða hættir að skora, og ef til vill miðvörð ef Brynjar Gauti hverfur á braut. Víkingur 3. sæti Hvað vantar? Víkingar eru vel settir en söknuðu Pablos Punyed sárt þegar hann var meiddur og gætu viljað ráða betur við það. Meistararnir þurfa líka að búa sig undir það að Kristall Máni Ingason verði fenginn út í atvinnumennsku. Valur 4. sæti Hvað vantar? Valsmenn virðast ansi vel settir hvað leikmannahóp varðar og hefðu kannski mest not fyrir nýjan íþróttasálfræðing. Hraður kantmaður gæti eflt sóknarleikinn en Valur hefur ekki enn fyllt skarðið sem Aron Bjarnason skildi eftir sig þegar hann fór eftir tímabilið 2020. Sigurður Egill Lárusson hefur fengið fá tækifæri með Val í sumar. Verður hann áfram á Hlíðarenda?vísir/Hulda Margrét KA 5. sæti Hvað vantar? Miðjumann fyrst að Sebastiaan Brebels er farinn, mögulega varnarmann ef Oleksiy Bykov fer og sterkan markaskorara ef slíkur er á lausu. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hafa KA-menn gefið eftir að undanförnu og þurfa að hafa sig alla við til að komast í úrslitakeppni efstu sex liðanna. KR 6. sæti Hvað vantar? Unga leikmenn með næga hæfileika til að fríska upp á aldrað og reynslumikið lið sem valdið hefur vonbrigðum í sumar. Jafnmikil þörf er á liðsstyrk um allan völl. Keflavík 7. sæti Hvað vantar? Gæðamiðjumann fyrir hinn úkraínska Ivan Kaliuzhnyi sem er á förum og sóknarmann í stað Joey Gibbs ef fæðingarorlof hans í Ástralíu dregst á langinn. Fram 8. sæti Hvað vantar? Miðvörð sem liðið getur stólað á og mögulega öflugri markvörð. Framarar hafa fengið á sig langflest mörk í sumar eða 26 í tíu leikjum en spila reyndar opinn fótbolta. Þeir þurfa að stoppa í götin aftast á vellinum ef þeir ætla að spila í Bestu deildinni á næsta tímabili. Þeir eru greinilega meðvitaðir um það og hafa gert Stjörnunni tilboð í Brynjar Gauta. Þá er Almarr Ormarsson aftur á leið til Fram samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Fram hefur falast eftir kröftum Brynjars Gauta Guðjónssonar enda ekki vanþörf á að styrkja varnarleik liðsins.vísir/daníel FH 9. sæti Hvað vantar? Eitthvað mikið er að í Kaplakrika og spurning hvort að Eiður Smári Guðjohnsen geti bætt úr því. Hann hlýtur að skoða það að fá allavega einn hreinræktaðan miðvörð og mögulega fleiri leikmenn. Leikmannahópur FH er undarlega samsettur en það þarf meira en einn félagaskiptaglugga til að koma því í lag. ÍA 10. sæti Hvað vantar? Það var forvitnilegt úrræði að fá Garðar Gunnlaugsson aftur í slaginn og sýnir að ÍA vantar sóknarmann. Viktor Jónsson hefur ekkert spilað í sumar vegna meiðsla og þótt Eyþór Aron Wöhler hafi staðið sig vel myndi Jón Þór Hauksson eflaust ekki slá hendinni á móti framherja. Skapandi miðjumaður gæti einnig bætt liðið mikið. ÍA hefur þegar fengið danska kantmanninn Kristian Lindberg og gæti bætt meira við sig. Leiknir 11. sæti Hvað vantar? Leiknismenn hafa skorað fæst mörk allra liða, aðeins sjö, svo augljósa svarið er skæður sóknar- eða kantmaður sem gæti komið með nýtt og ferskt blóð fremst á vellinum. ÍBV 12. sæti Hvað vantar? Góðan kantmann og markvörð, og mögulega nýjan þjálfara ef hlutirnir fara ekki að smella hjá Hermanni Hreiðarssyni og ráðgjafa hans, Heimi Hallgrímssyni.
Besta deild karla Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira