Tugir jarðvísindamanna mættir í Mývatnssveit að rannsaka Kröflu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2022 18:09 Frá Kröfluvirkjun. Fyrsta gossprungan í Kröflueldum opnaðist aðeins þrjá kílómetra frá stöðvarhúsinu. Vilhelm Gunnarsson Á fjórða tug vísindamanna vinna þessa dagana í Mývatnssveit að miklu mælingaverkefni í Kröflu, sem Jarðvísindastofnun Háskólans leiðir hérlendis í samvinnu við Landsvirkjun, erlendar rannsóknastofnanir og háskóla. Kanna á ítarlegar en áður hefur verið gert ýmis atriði í byggingu Kröflueldstöðvarinnar og varpa þannig frekara ljósi á samband jarðhita og kviku. Í verkefninu er unnið að rannsóknum á tveimur lykileldstöðvum í Evrópu, Kröflu og Etnu á Sikiley. Eitt helsta markmið verkefnisins eru að varpa nýju ljósi á samband jarðhitasvæðisins við kviku í rótum Kröflu, að því er segir í fréttatilkynningu. Verkefnið heitir Improve, er styrkt af Evrópusambandinu, og snýst um þjálfun fimmtán doktorsnema. Af þeim munu níu skrifa doktorsritgerðir sínar um Kröflu en sex um Etnu á Sikiley en Eldfjallastofnun Ítalíu er í forsvari fyrir verkefninu. „Niðurstöðurnar í djúpborunarverkefninu í Kröflu árið 2009 hafa vakið heimsathygli, en þá var borað niður í kviku á 2,1 kílómetra dýpi. Er það ein ástæða þess hve mikill áhugi er á Kröflu í vísindaheiminum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um verkefnið. Flest Kröflugosin á árunum 1975 til 1984 komu upp við Leirhnjúk.Vilhelm Gunnarsson Opið hús verður í Skjólbrekku í Mývatnssveit á morgun, þriðjudag, milli klukkan 17 og 19, þar sem verkefnið verður kynnt. Fundurinn er öllum opinn og þar verða viðfangsefni Improve kynnt fyrir heimafólki og öðrum þeim sem áhuga hafa. Mælingarnar í Kröflu munu standa fram í júlí en um þessar mundir vinna 30 til 40 manns að þeim. Mesta vinnan liggur í nákvæmum jarðskjálfta- og jarðviðnámsmælingum, að sögn forsvarsmanna verkefnisins. Tilgangur mælinganna er að staðsetja betur hvar kviku er að finna undir Kröflu, skoða samspil jarðhita og kviku og rannsaka af meiri nákæmni en áður gerð og lagskiptingu bergs innan Kröfluöskjunnar. Einnig er unnið að mælingum á efnasamsetningu jarðhitavökva og eiginleikum og útbreiðslu jarðhita á yfirborði með eðlis- og efnfræðilegum mælingum. Að Improve koma tólf háskólar og rannsóknastofnanir í Evrópu. Hér á landi er það Jarðvísindastofnun Háskólans sem leiðir doktorsnemaverkefnið en Landsvirkjun tekur einnig virkan þátt. Af fimmtán doktorsnemum eru tveir við Háskóla Íslands. Kröflueldar stóðu yfir í um níu ára skeið á árunum 1975 til 1984. Þá fékkst í fyrsta sinn góð sýn á hvernig landið gliðnar þegar kvikugangar myndast. Kröflueldar eins og þeir birtust heimamönnum voru árið 2015 rifjaðir upp á Stöð 2 í þættinum Um land allt, sem sjá má hér: Eldstöðin Krafla er ein mest rannsakaða eldstöð í heiminum og áhugi vísindafólks á henni mikill. Þar er jafnframt eitt mest rannsakaða jarðhitasvæði jarðar en jarðhitavirkjun hefur verið rekin þar í nokkra áratugi þar sem fengist hefur mikil reynsla á tengsl virkjunar og jarðhitasvæðis . Djúpborunarverkefni í Kröflu vakti mikla athygli á sínum tíma en þá endaði borinn niður á kviku á 2,1 kílómetra dýpi, en fá dæmi eru um slíkt annarstaðar. „Áform eru um að bora sérstaka holu til að kanna kvikuna og koma fyrir rannsóknabúnaði svo hægt sé að rannsaka kvikuna í jarðskorpunni en að því stendur fjölþjóðlegur hópur,“ segir í fréttatilkynningunni. Fjörutíu ára afmælis Kröfluelda var minnst í þessari frétt í desember 2015: Eldgos og jarðhræringar Vísindi Þingeyjarsveit Háskólar Landsvirkjun Jarðhiti Orkumál Tengdar fréttir 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Í verkefninu er unnið að rannsóknum á tveimur lykileldstöðvum í Evrópu, Kröflu og Etnu á Sikiley. Eitt helsta markmið verkefnisins eru að varpa nýju ljósi á samband jarðhitasvæðisins við kviku í rótum Kröflu, að því er segir í fréttatilkynningu. Verkefnið heitir Improve, er styrkt af Evrópusambandinu, og snýst um þjálfun fimmtán doktorsnema. Af þeim munu níu skrifa doktorsritgerðir sínar um Kröflu en sex um Etnu á Sikiley en Eldfjallastofnun Ítalíu er í forsvari fyrir verkefninu. „Niðurstöðurnar í djúpborunarverkefninu í Kröflu árið 2009 hafa vakið heimsathygli, en þá var borað niður í kviku á 2,1 kílómetra dýpi. Er það ein ástæða þess hve mikill áhugi er á Kröflu í vísindaheiminum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um verkefnið. Flest Kröflugosin á árunum 1975 til 1984 komu upp við Leirhnjúk.Vilhelm Gunnarsson Opið hús verður í Skjólbrekku í Mývatnssveit á morgun, þriðjudag, milli klukkan 17 og 19, þar sem verkefnið verður kynnt. Fundurinn er öllum opinn og þar verða viðfangsefni Improve kynnt fyrir heimafólki og öðrum þeim sem áhuga hafa. Mælingarnar í Kröflu munu standa fram í júlí en um þessar mundir vinna 30 til 40 manns að þeim. Mesta vinnan liggur í nákvæmum jarðskjálfta- og jarðviðnámsmælingum, að sögn forsvarsmanna verkefnisins. Tilgangur mælinganna er að staðsetja betur hvar kviku er að finna undir Kröflu, skoða samspil jarðhita og kviku og rannsaka af meiri nákæmni en áður gerð og lagskiptingu bergs innan Kröfluöskjunnar. Einnig er unnið að mælingum á efnasamsetningu jarðhitavökva og eiginleikum og útbreiðslu jarðhita á yfirborði með eðlis- og efnfræðilegum mælingum. Að Improve koma tólf háskólar og rannsóknastofnanir í Evrópu. Hér á landi er það Jarðvísindastofnun Háskólans sem leiðir doktorsnemaverkefnið en Landsvirkjun tekur einnig virkan þátt. Af fimmtán doktorsnemum eru tveir við Háskóla Íslands. Kröflueldar stóðu yfir í um níu ára skeið á árunum 1975 til 1984. Þá fékkst í fyrsta sinn góð sýn á hvernig landið gliðnar þegar kvikugangar myndast. Kröflueldar eins og þeir birtust heimamönnum voru árið 2015 rifjaðir upp á Stöð 2 í þættinum Um land allt, sem sjá má hér: Eldstöðin Krafla er ein mest rannsakaða eldstöð í heiminum og áhugi vísindafólks á henni mikill. Þar er jafnframt eitt mest rannsakaða jarðhitasvæði jarðar en jarðhitavirkjun hefur verið rekin þar í nokkra áratugi þar sem fengist hefur mikil reynsla á tengsl virkjunar og jarðhitasvæðis . Djúpborunarverkefni í Kröflu vakti mikla athygli á sínum tíma en þá endaði borinn niður á kviku á 2,1 kílómetra dýpi, en fá dæmi eru um slíkt annarstaðar. „Áform eru um að bora sérstaka holu til að kanna kvikuna og koma fyrir rannsóknabúnaði svo hægt sé að rannsaka kvikuna í jarðskorpunni en að því stendur fjölþjóðlegur hópur,“ segir í fréttatilkynningunni. Fjörutíu ára afmælis Kröfluelda var minnst í þessari frétt í desember 2015:
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Þingeyjarsveit Háskólar Landsvirkjun Jarðhiti Orkumál Tengdar fréttir 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52
Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00
Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45