Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2015 21:00 Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. Aðeins ein þeirra hefur áður sést opinberlega. Gossprungan opnaðist aðeins þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem sést neðarlega til hægri á myndinni.Mynd/Eiríkur Jónsson. Akureyri. Sennilega var þeim illa brugðið sem ábyrgð báru á smíði Kröfluvirkjunar þegar eldgos hófst við Leirhnjúk fjórum dögum fyrir jólin 1975, enda var gossprungan aðeins um þrjá kílómetra frá stöðvarhúsinu, sem þá var í smíðum. Flestir starfsmenn voru farnir burt af Kröflusvæðinu í jólafrí en gosið byrjaði á laugardegi laust fyrir hádegi þann 20. desember. Stöðvarhús Kröfluvirkjunar, séð úr flugvélinni, en það var í smíðum þegar umbrotahrinan hófst.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Kröflunefnd, undir formennsku Jóns G. Sólness, ákvað strax að senda tvo verkfræðinga í könnunarflug frá Akureyri, þá Einar Tjörfa Elíasson og Eirík Jónsson. Þeir flugu með Beechcraft-vél Norðurflugs og var þetta fyrsta flugvélin sem kom á svæðið, að sögn Eiríks. Hann segir að myndirnar hafi verið teknar milli klukkan 13.40 og 13.50. Gossprungan við Leirhnjúk séð úr suðri, laugardaginn 20. desember árið 1975. Horft er til norðurs.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Þetta var hins vegar lítið gos, stóð aðeins yfir í nokkrar klukkustundir í svartasta skammdeginu, og er því lítið til af myndum af þessum upphafsatburði Kröfluelda. Þetta fyrsta Kröflugos stóð aðeins í nokkrar klukkustundir. Talsvert hraun kom þó upp á yfirborð, en svört hraunbreiðan sést vel í hvítum snjónum.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Að sögn Eiríks Jónssonar tók hann ljósmyndirnar á 200 ASA svarthvíta filmu í gegnum flugvélargluggann. Myndavélin var ný, af gerðinni Pentax K. Með því að afhenda Stöð 2 myndirnar til birtingar vill hann að menn viti að þær séu til og séu notaðar. LEIÐRÉTTING: Eftir að þessi frétt var birt hefur borist ábending um að fyrstu ljósmyndina af gosinu hafi Helgi Jósefsson tekið úr flugvél sem var á leið frá Vopnafirði til Akureyrar. Sú ljósmynd birtist í Tímanum þremur dögum síðar, þann 23. desember, og er í myndatexta sögð hafa verið tekin laust eftir klukkan 11.30 laugardaginn 20. desember. Það voru flugmenn þeirrar vélar sem tilkynntu um gosið fyrstir manna. Ljósmyndin sem Tíminn birti 23. desember 1975 ásamt myndatexta sem fylgdi. Flogið vestan við gossprunguna. Gosmökkinn lagði til norðurs undan stífri sunnanátt.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Gosin urðu níu talsins á níu árum en í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld eru atburðirnir rifjaðir upp með heimamönnum. Birkir Fanndal Haraldsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Kröfluvirkjunar, var yfirvélstjóri í Kröfluvirkjun þegar Kröflueldar stóðu yfir. „Mestu vandamálin hjá okkur í Kröflu voru náttúrlega bara gufuöflunin, sem umturnaðist öll vegna þessara eldsumbrota. Það eyðilögðust borholur,“ sagði Birkir Fanndal. Birkir Fanndal Haraldsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Kröfluvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Miklar deilur urðu um Kröfluvirkjun og óttuðust margir að fjárfestingin myndi glatast. „Það gekk nú ekkert vel að vinna gufu hérna fyrstu árin. En hún er sem betur fer í fullum rekstri í dag og gengur bara ágætlega,“ sagði Kristján Steingrímsson, vélstjóri í Kröfluvirkjun. Kristján Steingrímsson, vélstjóri í Kröfluvirkjun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hér má sjá þáttinn um Kröflugosin: Fréttir af flugi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. Aðeins ein þeirra hefur áður sést opinberlega. Gossprungan opnaðist aðeins þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem sést neðarlega til hægri á myndinni.Mynd/Eiríkur Jónsson. Akureyri. Sennilega var þeim illa brugðið sem ábyrgð báru á smíði Kröfluvirkjunar þegar eldgos hófst við Leirhnjúk fjórum dögum fyrir jólin 1975, enda var gossprungan aðeins um þrjá kílómetra frá stöðvarhúsinu, sem þá var í smíðum. Flestir starfsmenn voru farnir burt af Kröflusvæðinu í jólafrí en gosið byrjaði á laugardegi laust fyrir hádegi þann 20. desember. Stöðvarhús Kröfluvirkjunar, séð úr flugvélinni, en það var í smíðum þegar umbrotahrinan hófst.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Kröflunefnd, undir formennsku Jóns G. Sólness, ákvað strax að senda tvo verkfræðinga í könnunarflug frá Akureyri, þá Einar Tjörfa Elíasson og Eirík Jónsson. Þeir flugu með Beechcraft-vél Norðurflugs og var þetta fyrsta flugvélin sem kom á svæðið, að sögn Eiríks. Hann segir að myndirnar hafi verið teknar milli klukkan 13.40 og 13.50. Gossprungan við Leirhnjúk séð úr suðri, laugardaginn 20. desember árið 1975. Horft er til norðurs.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Þetta var hins vegar lítið gos, stóð aðeins yfir í nokkrar klukkustundir í svartasta skammdeginu, og er því lítið til af myndum af þessum upphafsatburði Kröfluelda. Þetta fyrsta Kröflugos stóð aðeins í nokkrar klukkustundir. Talsvert hraun kom þó upp á yfirborð, en svört hraunbreiðan sést vel í hvítum snjónum.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Að sögn Eiríks Jónssonar tók hann ljósmyndirnar á 200 ASA svarthvíta filmu í gegnum flugvélargluggann. Myndavélin var ný, af gerðinni Pentax K. Með því að afhenda Stöð 2 myndirnar til birtingar vill hann að menn viti að þær séu til og séu notaðar. LEIÐRÉTTING: Eftir að þessi frétt var birt hefur borist ábending um að fyrstu ljósmyndina af gosinu hafi Helgi Jósefsson tekið úr flugvél sem var á leið frá Vopnafirði til Akureyrar. Sú ljósmynd birtist í Tímanum þremur dögum síðar, þann 23. desember, og er í myndatexta sögð hafa verið tekin laust eftir klukkan 11.30 laugardaginn 20. desember. Það voru flugmenn þeirrar vélar sem tilkynntu um gosið fyrstir manna. Ljósmyndin sem Tíminn birti 23. desember 1975 ásamt myndatexta sem fylgdi. Flogið vestan við gossprunguna. Gosmökkinn lagði til norðurs undan stífri sunnanátt.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Gosin urðu níu talsins á níu árum en í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld eru atburðirnir rifjaðir upp með heimamönnum. Birkir Fanndal Haraldsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Kröfluvirkjunar, var yfirvélstjóri í Kröfluvirkjun þegar Kröflueldar stóðu yfir. „Mestu vandamálin hjá okkur í Kröflu voru náttúrlega bara gufuöflunin, sem umturnaðist öll vegna þessara eldsumbrota. Það eyðilögðust borholur,“ sagði Birkir Fanndal. Birkir Fanndal Haraldsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Kröfluvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Miklar deilur urðu um Kröfluvirkjun og óttuðust margir að fjárfestingin myndi glatast. „Það gekk nú ekkert vel að vinna gufu hérna fyrstu árin. En hún er sem betur fer í fullum rekstri í dag og gengur bara ágætlega,“ sagði Kristján Steingrímsson, vélstjóri í Kröfluvirkjun. Kristján Steingrímsson, vélstjóri í Kröfluvirkjun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hér má sjá þáttinn um Kröflugosin:
Fréttir af flugi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent