Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2015 21:00 Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. Aðeins ein þeirra hefur áður sést opinberlega. Gossprungan opnaðist aðeins þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem sést neðarlega til hægri á myndinni.Mynd/Eiríkur Jónsson. Akureyri. Sennilega var þeim illa brugðið sem ábyrgð báru á smíði Kröfluvirkjunar þegar eldgos hófst við Leirhnjúk fjórum dögum fyrir jólin 1975, enda var gossprungan aðeins um þrjá kílómetra frá stöðvarhúsinu, sem þá var í smíðum. Flestir starfsmenn voru farnir burt af Kröflusvæðinu í jólafrí en gosið byrjaði á laugardegi laust fyrir hádegi þann 20. desember. Stöðvarhús Kröfluvirkjunar, séð úr flugvélinni, en það var í smíðum þegar umbrotahrinan hófst.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Kröflunefnd, undir formennsku Jóns G. Sólness, ákvað strax að senda tvo verkfræðinga í könnunarflug frá Akureyri, þá Einar Tjörfa Elíasson og Eirík Jónsson. Þeir flugu með Beechcraft-vél Norðurflugs og var þetta fyrsta flugvélin sem kom á svæðið, að sögn Eiríks. Hann segir að myndirnar hafi verið teknar milli klukkan 13.40 og 13.50. Gossprungan við Leirhnjúk séð úr suðri, laugardaginn 20. desember árið 1975. Horft er til norðurs.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Þetta var hins vegar lítið gos, stóð aðeins yfir í nokkrar klukkustundir í svartasta skammdeginu, og er því lítið til af myndum af þessum upphafsatburði Kröfluelda. Þetta fyrsta Kröflugos stóð aðeins í nokkrar klukkustundir. Talsvert hraun kom þó upp á yfirborð, en svört hraunbreiðan sést vel í hvítum snjónum.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Að sögn Eiríks Jónssonar tók hann ljósmyndirnar á 200 ASA svarthvíta filmu í gegnum flugvélargluggann. Myndavélin var ný, af gerðinni Pentax K. Með því að afhenda Stöð 2 myndirnar til birtingar vill hann að menn viti að þær séu til og séu notaðar. LEIÐRÉTTING: Eftir að þessi frétt var birt hefur borist ábending um að fyrstu ljósmyndina af gosinu hafi Helgi Jósefsson tekið úr flugvél sem var á leið frá Vopnafirði til Akureyrar. Sú ljósmynd birtist í Tímanum þremur dögum síðar, þann 23. desember, og er í myndatexta sögð hafa verið tekin laust eftir klukkan 11.30 laugardaginn 20. desember. Það voru flugmenn þeirrar vélar sem tilkynntu um gosið fyrstir manna. Ljósmyndin sem Tíminn birti 23. desember 1975 ásamt myndatexta sem fylgdi. Flogið vestan við gossprunguna. Gosmökkinn lagði til norðurs undan stífri sunnanátt.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Gosin urðu níu talsins á níu árum en í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld eru atburðirnir rifjaðir upp með heimamönnum. Birkir Fanndal Haraldsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Kröfluvirkjunar, var yfirvélstjóri í Kröfluvirkjun þegar Kröflueldar stóðu yfir. „Mestu vandamálin hjá okkur í Kröflu voru náttúrlega bara gufuöflunin, sem umturnaðist öll vegna þessara eldsumbrota. Það eyðilögðust borholur,“ sagði Birkir Fanndal. Birkir Fanndal Haraldsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Kröfluvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Miklar deilur urðu um Kröfluvirkjun og óttuðust margir að fjárfestingin myndi glatast. „Það gekk nú ekkert vel að vinna gufu hérna fyrstu árin. En hún er sem betur fer í fullum rekstri í dag og gengur bara ágætlega,“ sagði Kristján Steingrímsson, vélstjóri í Kröfluvirkjun. Kristján Steingrímsson, vélstjóri í Kröfluvirkjun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hér má sjá þáttinn um Kröflugosin: Fréttir af flugi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. Aðeins ein þeirra hefur áður sést opinberlega. Gossprungan opnaðist aðeins þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem sést neðarlega til hægri á myndinni.Mynd/Eiríkur Jónsson. Akureyri. Sennilega var þeim illa brugðið sem ábyrgð báru á smíði Kröfluvirkjunar þegar eldgos hófst við Leirhnjúk fjórum dögum fyrir jólin 1975, enda var gossprungan aðeins um þrjá kílómetra frá stöðvarhúsinu, sem þá var í smíðum. Flestir starfsmenn voru farnir burt af Kröflusvæðinu í jólafrí en gosið byrjaði á laugardegi laust fyrir hádegi þann 20. desember. Stöðvarhús Kröfluvirkjunar, séð úr flugvélinni, en það var í smíðum þegar umbrotahrinan hófst.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Kröflunefnd, undir formennsku Jóns G. Sólness, ákvað strax að senda tvo verkfræðinga í könnunarflug frá Akureyri, þá Einar Tjörfa Elíasson og Eirík Jónsson. Þeir flugu með Beechcraft-vél Norðurflugs og var þetta fyrsta flugvélin sem kom á svæðið, að sögn Eiríks. Hann segir að myndirnar hafi verið teknar milli klukkan 13.40 og 13.50. Gossprungan við Leirhnjúk séð úr suðri, laugardaginn 20. desember árið 1975. Horft er til norðurs.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Þetta var hins vegar lítið gos, stóð aðeins yfir í nokkrar klukkustundir í svartasta skammdeginu, og er því lítið til af myndum af þessum upphafsatburði Kröfluelda. Þetta fyrsta Kröflugos stóð aðeins í nokkrar klukkustundir. Talsvert hraun kom þó upp á yfirborð, en svört hraunbreiðan sést vel í hvítum snjónum.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Að sögn Eiríks Jónssonar tók hann ljósmyndirnar á 200 ASA svarthvíta filmu í gegnum flugvélargluggann. Myndavélin var ný, af gerðinni Pentax K. Með því að afhenda Stöð 2 myndirnar til birtingar vill hann að menn viti að þær séu til og séu notaðar. LEIÐRÉTTING: Eftir að þessi frétt var birt hefur borist ábending um að fyrstu ljósmyndina af gosinu hafi Helgi Jósefsson tekið úr flugvél sem var á leið frá Vopnafirði til Akureyrar. Sú ljósmynd birtist í Tímanum þremur dögum síðar, þann 23. desember, og er í myndatexta sögð hafa verið tekin laust eftir klukkan 11.30 laugardaginn 20. desember. Það voru flugmenn þeirrar vélar sem tilkynntu um gosið fyrstir manna. Ljósmyndin sem Tíminn birti 23. desember 1975 ásamt myndatexta sem fylgdi. Flogið vestan við gossprunguna. Gosmökkinn lagði til norðurs undan stífri sunnanátt.Mynd/Eiríkur Jónsson, Akureyri. Gosin urðu níu talsins á níu árum en í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld eru atburðirnir rifjaðir upp með heimamönnum. Birkir Fanndal Haraldsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Kröfluvirkjunar, var yfirvélstjóri í Kröfluvirkjun þegar Kröflueldar stóðu yfir. „Mestu vandamálin hjá okkur í Kröflu voru náttúrlega bara gufuöflunin, sem umturnaðist öll vegna þessara eldsumbrota. Það eyðilögðust borholur,“ sagði Birkir Fanndal. Birkir Fanndal Haraldsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Kröfluvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Miklar deilur urðu um Kröfluvirkjun og óttuðust margir að fjárfestingin myndi glatast. „Það gekk nú ekkert vel að vinna gufu hérna fyrstu árin. En hún er sem betur fer í fullum rekstri í dag og gengur bara ágætlega,“ sagði Kristján Steingrímsson, vélstjóri í Kröfluvirkjun. Kristján Steingrímsson, vélstjóri í Kröfluvirkjun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hér má sjá þáttinn um Kröflugosin:
Fréttir af flugi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira