„Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júní 2022 21:57 Ugla Stefanía segir Jordan Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum um transfólk. Shannon Kilgannon/Vísir Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó á laugardagskvöld en Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. Talið barst að málefnum transfólks þar sem Peterson sagði heilbrigðisstarfsfólk limlesta börn með skurðaðgerðum. Hann vill banna transaðgerðir barna innan við 18 ára og gera þeim kleift að lögsækja heilbrigðisstarfsfólk sem vogi sér að grípa inn í. Hægt er að horfa á viðtalið við Jordan Peterson í heild sinni hér að neðan en talið berst að málefnum transfólks þegar um ellefu mínutur og þrjátíu sekúndur eru liðnar. Djúpstæðir fordómar Ugla Stefánía K. Jónsdóttir, kynjafræðingur, skrifaði færslu á Facebook í kjölfar viðtalsins þar sem hún ítrekar að Jordan Peterson hafi enga sérþekkingu á málefnum transfólks, „né hefur unnið með trans ungmennum eða í heilbrigðisþjónustu fyrir trans ungmenni eða trans fólk almennt.“ Í samtali við fréttastofu segir Ugla að Peterson sé að mæla fyrir einhverju sem sé byggt á djúpstæðum fordómum og gangi út á að draga kynvitund fólks í efa og afneita henni. „Við sem samfélag myndum aldrei sætta okkur við slíka orðræðu ef hann væri að tala um samkynhneigð, og þess vegna ættum við ekki að sætta okkur við það varðandi transfólk heldur,“ segir Ugla. Hún segir staðhæfingar Petersons um aðferðir heilbrigðisstarfsfólks þvert á aðferðir sérfræðinga og fólks sem vinnur með börnum í þessum málaflokki. „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geta valdið ungu fólki skaða ef þeim er fylgt.“ Öfgahyggja aukist samhliða auknum réttindum Ugla biðlar til fólks að mæta ungmennum með umhyggju, skilningi og hluttekningu. „Það að bæla niður kynvitund hefur valdið transfólki ómældum skaða svo lengi, og það að hann sé til dæmis að leggja til að foreldrar trúi ekki transungmennum og reyni að fá þau ofan af því að vera trans er mjög hættuleg orðræða sem kemur til með að skaða ungmenni.“ Varðandi fordóma gagnvart transfólki segir Ugla öfgahyggju gegn transfólki hafa færst í aukana, samhliða auknum réttindum transfólks og hærri röddu í opinberri umræðu. „Þó svo að við séum alltaf að ná árangri í baráttunni, þá er andstaðan líka að aukast,“ segir Ugla að lokum. Málefni trans fólks Hinsegin Tengdar fréttir „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó á laugardagskvöld en Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. Talið barst að málefnum transfólks þar sem Peterson sagði heilbrigðisstarfsfólk limlesta börn með skurðaðgerðum. Hann vill banna transaðgerðir barna innan við 18 ára og gera þeim kleift að lögsækja heilbrigðisstarfsfólk sem vogi sér að grípa inn í. Hægt er að horfa á viðtalið við Jordan Peterson í heild sinni hér að neðan en talið berst að málefnum transfólks þegar um ellefu mínutur og þrjátíu sekúndur eru liðnar. Djúpstæðir fordómar Ugla Stefánía K. Jónsdóttir, kynjafræðingur, skrifaði færslu á Facebook í kjölfar viðtalsins þar sem hún ítrekar að Jordan Peterson hafi enga sérþekkingu á málefnum transfólks, „né hefur unnið með trans ungmennum eða í heilbrigðisþjónustu fyrir trans ungmenni eða trans fólk almennt.“ Í samtali við fréttastofu segir Ugla að Peterson sé að mæla fyrir einhverju sem sé byggt á djúpstæðum fordómum og gangi út á að draga kynvitund fólks í efa og afneita henni. „Við sem samfélag myndum aldrei sætta okkur við slíka orðræðu ef hann væri að tala um samkynhneigð, og þess vegna ættum við ekki að sætta okkur við það varðandi transfólk heldur,“ segir Ugla. Hún segir staðhæfingar Petersons um aðferðir heilbrigðisstarfsfólks þvert á aðferðir sérfræðinga og fólks sem vinnur með börnum í þessum málaflokki. „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geta valdið ungu fólki skaða ef þeim er fylgt.“ Öfgahyggja aukist samhliða auknum réttindum Ugla biðlar til fólks að mæta ungmennum með umhyggju, skilningi og hluttekningu. „Það að bæla niður kynvitund hefur valdið transfólki ómældum skaða svo lengi, og það að hann sé til dæmis að leggja til að foreldrar trúi ekki transungmennum og reyni að fá þau ofan af því að vera trans er mjög hættuleg orðræða sem kemur til með að skaða ungmenni.“ Varðandi fordóma gagnvart transfólki segir Ugla öfgahyggju gegn transfólki hafa færst í aukana, samhliða auknum réttindum transfólks og hærri röddu í opinberri umræðu. „Þó svo að við séum alltaf að ná árangri í baráttunni, þá er andstaðan líka að aukast,“ segir Ugla að lokum.
Málefni trans fólks Hinsegin Tengdar fréttir „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
„Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57