Erlent

Fimm mánaða stúlka skotin til bana í Chicago

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Lögreglan hefur ekki handtekið neinn eftir að fimm mánaða stúlka var skotin til bana í Chicago.
Lögreglan hefur ekki handtekið neinn eftir að fimm mánaða stúlka var skotin til bana í Chicago. AP/Tyler Pasciak LaRiviere

Fimm mánaða stúlka var skotin til bana í aftursæti bíls í South Shore-hverfi Chicago síðdegis í gær. Stúlkan var flutt á spítala eftir að hafa fengið skot í höfuðið og lést hún þar. Maður á fimmtugsaldri hlaut einnig áverka eftir að byssuskot hæfði hann nærri auga.

Að sögn lögreglunnar í Chicago fékk stúlkan, sem hét Cecilia Thomas, skot í höfuðið sem barst úr nærliggjandi bíl í götunni. Í kjölfarið var hún flutt á spítala þar sem hún lést. Stúlkan er meðal yngstu fórnarlamba skotárása í Chicago og hefði orðið sex mánaða eftir fjóra daga, sagði Natalia Derevyanny, talsmaður fyrir réttarmeinadeild Cook County.

Í skothríðinni særðist einnig 41 árs gamall maður sem var staddur í öðrum bíl eftir að hafa fengið skotsár við augað. Samkvæmt lögreglunni í Chicago er hann í stöðugu ástandi.

Enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn og hefur lögreglan ekki gefið frá sér neinar upplýsingar um það hvernig árásinni bar að eða hvernig hún átti sér stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×