Fótbolti

West Ham gerir Lingard tilboð

Hjörvar Ólafsson skrifar
Jesse Lingard er mögulega á leið til West Ham United á nýjan leik. 
Jesse Lingard er mögulega á leið til West Ham United á nýjan leik.  Vísir/Getty

West Ham United hefur gert enska sóknartengiliðnum Jesse Lingard samningstilboð. Það er Skysports sem greinir frá þessu.

Lingard rennur út á samningi hjá Manchester United um komandi mánaðamót en ekki stendur til að framlengja samning hans við félagið. 

Þessi 29 ára gamli framherji hefur verið á mála hjá Manchester United frá árinu 2011 en hann skoraði níu mörk í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þegar hann lék sem lánsmaður hjá West Ham United tímabilið 2020 til 2021. 

Þá hefur hann leikið 32 landsleiki fyrir Englands hönd og skorað í þeim leikjum sex mörk. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.