Enn ein sneypuför íslenska ríkisins í Strassborg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júní 2022 12:46 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður telur víst að nokkrir sinna umbjóðenda muni fara fram á endurupptöku á sínum málum. vísir/Rakel Ósk Íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn fólki í sextán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna ólögmætrar skipunar dómara í Landsrétt. Lögmaður telur að dómstólinn sé þar með búinn að greiða úr öllum þeim málum sem lágu fyrir. Hann gerir ráð fyrir að nokkrir muni krefjast endurupptöku og segir lendinguna til minnkunar fyrir íslenska ríkið. Öll málin eru til komin vegna þess að einhver þeirra dómara sem Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skipaði á ólögmætan hátt í Landsrétt árið 2017 dæmdi í málum kærenda. Í byrjun mánaðarins gengu ákvarðanir í tveimur málum og í gær í fjórtán til viðbótar. Málin voru felld niður hjá dómstólnum gegn því að ríkið viðurkennir brot sín, greiðir um hálfa milljón í málskostnað í hverju þeirra, og samþykkir að fólk eigi rétt á endurupptöku. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, gætir hagsmuna tólf kærenda sem hann segir að íhugi nú næstu skref og hvort farið verði fram á endurupptöku - sem fordæmi eru þegar komin fyrir. „Þannig ég reikna með að allir þeir sem lentu í því óláni að fá dóm hjá einhverjum af þeim fjórum dómurum sem voru ólöglega skipaðir muni fá endurupptöku hjá endurupptökudómi,“ segir Vilhjálmur. Alls konar mál eru undir, bæði einkamál og sakamál. Sumir hafa þegar afplánað dóm, aðrir bíða refsingar. „Ég myndi fastlega reikna með að farið verði fram á endurupptöku í að minnsta kosti sjö til átta af þessum málum sem ég var með. Ég held öruggulega að flestir þeirra sem eru með óskilorðsbundna fangelsisdóma og hafa ekki hafið afplánun muni fara fram á endurupptöku.“ Hvers eðlis eru þau mál? „Það er um að ræða í einhverjum tilvikum líkamsárás, skattalagabrot, kynferðisbrot, eitt spillingarmál. Þetta er öll flóran.“ Fari einhver þeirra sem hefur þegar lokið afplánun fram á endurupptöku, og verði dómi snúið við, telur Vilhjálmur ríkið bera ótvíræða skaðabótaskyldu. Hann telur að með þessum málum sé búið að greiða úr þeim málum sem fyrir liggja hjá dómstólnum. Vilhjálmur segir óskiljanlegt að ríkið hafi ekki fyrr rétt úr sáttarhönd. Íslenska ríkinu til minnkunar „Mér finnst það óskiljanlegt af íslensku ríkisvaldi að sýna ekki þá auðmýkt eftir öll þessi réttarbrot af hálfu íslensks ríkisvalds, þar sem allir handhafar ríksivaldsins bera ákveðna sök. Hvort sem það er Alþingi, framkvæmdavaldið, embætti forseta Íslands eða dómstólar, hefði það verið stórmannlegt og til fyrirmyndar af hálfu íslenska ríkisins að rétta út sáttarhönd og sætta þessi mál við þessa ríkisborgara sína sem brotið var á,“ segir Vilhjálmur. „En það var því miður ekki gert og þess vegna fer íslenska ríkið enn einu sinni í þessa sneypuför til Strassborgar með tilheyrandi lækkun á áliti Íslands í augum alheimsins.“ Landsréttarmálið Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
Öll málin eru til komin vegna þess að einhver þeirra dómara sem Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skipaði á ólögmætan hátt í Landsrétt árið 2017 dæmdi í málum kærenda. Í byrjun mánaðarins gengu ákvarðanir í tveimur málum og í gær í fjórtán til viðbótar. Málin voru felld niður hjá dómstólnum gegn því að ríkið viðurkennir brot sín, greiðir um hálfa milljón í málskostnað í hverju þeirra, og samþykkir að fólk eigi rétt á endurupptöku. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, gætir hagsmuna tólf kærenda sem hann segir að íhugi nú næstu skref og hvort farið verði fram á endurupptöku - sem fordæmi eru þegar komin fyrir. „Þannig ég reikna með að allir þeir sem lentu í því óláni að fá dóm hjá einhverjum af þeim fjórum dómurum sem voru ólöglega skipaðir muni fá endurupptöku hjá endurupptökudómi,“ segir Vilhjálmur. Alls konar mál eru undir, bæði einkamál og sakamál. Sumir hafa þegar afplánað dóm, aðrir bíða refsingar. „Ég myndi fastlega reikna með að farið verði fram á endurupptöku í að minnsta kosti sjö til átta af þessum málum sem ég var með. Ég held öruggulega að flestir þeirra sem eru með óskilorðsbundna fangelsisdóma og hafa ekki hafið afplánun muni fara fram á endurupptöku.“ Hvers eðlis eru þau mál? „Það er um að ræða í einhverjum tilvikum líkamsárás, skattalagabrot, kynferðisbrot, eitt spillingarmál. Þetta er öll flóran.“ Fari einhver þeirra sem hefur þegar lokið afplánun fram á endurupptöku, og verði dómi snúið við, telur Vilhjálmur ríkið bera ótvíræða skaðabótaskyldu. Hann telur að með þessum málum sé búið að greiða úr þeim málum sem fyrir liggja hjá dómstólnum. Vilhjálmur segir óskiljanlegt að ríkið hafi ekki fyrr rétt úr sáttarhönd. Íslenska ríkinu til minnkunar „Mér finnst það óskiljanlegt af íslensku ríkisvaldi að sýna ekki þá auðmýkt eftir öll þessi réttarbrot af hálfu íslensks ríkisvalds, þar sem allir handhafar ríksivaldsins bera ákveðna sök. Hvort sem það er Alþingi, framkvæmdavaldið, embætti forseta Íslands eða dómstólar, hefði það verið stórmannlegt og til fyrirmyndar af hálfu íslenska ríkisins að rétta út sáttarhönd og sætta þessi mál við þessa ríkisborgara sína sem brotið var á,“ segir Vilhjálmur. „En það var því miður ekki gert og þess vegna fer íslenska ríkið enn einu sinni í þessa sneypuför til Strassborgar með tilheyrandi lækkun á áliti Íslands í augum alheimsins.“
Landsréttarmálið Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira