Innlent

Líkamsárásir, innbrot og slys á annasamri vakt lögreglu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Nóttin og gærkvöldið voru nokkuð annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti meðal annars tveimur útköllum vegna líkamsárása og tveimur útköllum vegna innbrota.

Innbrotstilkynningarnar bárust með stuttu millibili á milli klukkan 4 og 5 í nótt en í báðum tilvikum var um að ræða fyrirtæki. Í öðru tilvikinu var búið að eiga við afgreiðslukassa og stela úr honum reiðufé.

Klukkan 21.30 hringdu vegfarendur í miðborginni á lögreglu og greindu frá því að einn hefði veist að öðrum utandyra. Gerandinn flúði en var handtekinn skammt frá. Hann var vistaður í fangageymslu en þolandinn fluttur á Landspítala.

Seinna um nóttina barst síðan tilkynning um líkamsárás í Kópavogi. Lögregla ræddi við báða aðila og annar var vistaður í fangageymslu.

Fyrr um kvöldið var tilkynnt um óhapp í undirgöngum, þar sem maður á reiðhjóli og einstaklingur á rafhlaupahjóli skullu saman. Sá sem var á rafhlaupahjólinu lét sit hverfa en maðurinn á reiðhjólinu slasaist og var fluttur á Landspítalann með sjúkrabifreið.

Nokkrir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×