Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2022 11:49 Stuðningsmenn Trump eru sannfærðir um að brögð hafi verið í tafli í forsetakosningunum 2020 þrátt fyrir algeran skart á sönnunargögnum um það. Í nokkrum ríkjum tefldu repúblikanar fram fölskum kjörmönnum til að reyna að stöðva staðfestingu kosningasigurs Joes Biden. AP/Joshua A. Bickel/The Columbus Dispatch Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. Á meðal þeirra staða sem alríkisfulltrúar leituðu á var heimili Brads Carver, lögmanns í Georgíu sem er sagður hafa skrifað undir skjal um að hann væri kjörmaður ríkisins fyrir Trump, og Thomas Lane sem vann að því að snúa úrslitum kosninganna í Arizona og Nýju-Mexíkó við. This is the video of the false Trump electors meeting in 2020, which the Arizona GOP posted publicly at the time. https://t.co/HARRVC53dW— Kyle Cheney (@kyledcheney) June 23, 2022 Þá var David Shafer, formanni Repúblikanaflokksins í Georgíu sem var falskur kjörmaður fyrir Trump, birt stefna, að sögn Washington Post. Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan FBI hafa haft fölsku kjörmennina til rannsóknar. Stuðningsmenn Trump í nokkrum ríkjum þar sem Biden fór með sigur af hólmi stilltu upp sínum eigin kjörmönnum sem þeir vonuðust til að repúblikanar á ríkisþingum myndu senda til Bandaríkjaþings í staðinn fyrir þá réttkjörnu. Ákærudómstóll hefur áður samþykkt stefnur sem benda til þess að saksóknarar sækjast eftir upplýsingum hvaða hlutverk hópur lögmanna Trump, þar á meðal Rudy Giuliani, hafi leikið í áætluninni með fölsku kjörmennina, að sögn New York Times. Nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra hefur lagt fram gögn og vitnisburði sem benda til þess að ráðgjafar Trump og forsetinn sjálfur hafi vitað að áætlun þeirra um fölsku kjörmennina og að Mike Pence varaforseti yrði fenginn til að hafna kjörmönnum einstakra ríkja hafi verið ólögleg. Markmiðið að stöðva staðfestingu úrslitanna með fölskum kjörmönnum Forsetar í Bandaríkjunum eru ekki kosnir beinni kosningu. Þess í stað fá ríkin svokallaða kjörmenn í hlutfalli við þingstyrk þeirra. Í flestum þeirra vinnur sigurvegari kosninganna alla kjörmenn ríkisins. Kjörmennirnir greiða sigurvegaranum svo atkvæði sitt á sérstökum fundi kjörmanna. Trump forseti og stuðningsmenn hans héldu fram staðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigur í nokkrum ríkjum í forsetakosningunum í nóvember 2020. Lögðu þeir þá á ráðin um að velja aðra kjörmenn í einstökum ríkjum og reyna að fá ríkisþingin til þess að skipta þeim inn fyrir þá réttkjörnu. Markmiðið var að ríki þar sem Trump tapaði en repúblikanar voru í meirihluta á ríkisþingum sendu inn lista yfir falska kjörmenn áður en Pence varaforseti færi yfir endanlega staðfestingu á úrslitum kjörmannaráðsins á fundi beggja deilda Bandaríkjaþings 6. janúar. Það var sú staðfesting sem stuðningsmenn Trump reyndu að koma í veg fyrir með því að ráðast á þinghúsið. Pence átti þá annað hvort að telja fölsku kjörmennina eða neita að staðfesta úrslitin vegna þess að sum ríki hefðu sent fleiri en einn lista af kjörmönnum. Þetta gæfi Trump tíma til að halda áfram ásökunum sínum um kosningasvik eða að koma því til leiðar að fulltrúadeild Bandaríkjaþings réði úrslitum kosninganna. Þar hefði þingmannahópur hvers ríkis fengið eitt atkvæði. Þrátt fyrir að demókratar væru með meirihluta í fulltrúadeildinni sjálfri voru repúblikanar með meirihluta í fleiri þingmannahópum ríkja. Þannig hefði Trump í kenningunni átt að gera unnið sigur þrátt fyrir að hafa tapað sjálfum kosningunum. Dómsmálaráðuneytið hefur áður stefnt um fimmtán manns sem áttu að vera kjörmenn Trump ef hann hefði unnið í ríkjum þeirra en var skipt út fyrir aðra stuðningsmenn Trump daginn sem kjörmannaráðið svokallað kom saman. Sumir þeirra sögðust ekki hafa tekið þátt í þeim gjörningi þar sem Biden fór með sigur af hólmi og þeir hafi ekki talið samkomu kjörmanna repúblikana viðeigandi. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29 Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58 Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Á meðal þeirra staða sem alríkisfulltrúar leituðu á var heimili Brads Carver, lögmanns í Georgíu sem er sagður hafa skrifað undir skjal um að hann væri kjörmaður ríkisins fyrir Trump, og Thomas Lane sem vann að því að snúa úrslitum kosninganna í Arizona og Nýju-Mexíkó við. This is the video of the false Trump electors meeting in 2020, which the Arizona GOP posted publicly at the time. https://t.co/HARRVC53dW— Kyle Cheney (@kyledcheney) June 23, 2022 Þá var David Shafer, formanni Repúblikanaflokksins í Georgíu sem var falskur kjörmaður fyrir Trump, birt stefna, að sögn Washington Post. Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan FBI hafa haft fölsku kjörmennina til rannsóknar. Stuðningsmenn Trump í nokkrum ríkjum þar sem Biden fór með sigur af hólmi stilltu upp sínum eigin kjörmönnum sem þeir vonuðust til að repúblikanar á ríkisþingum myndu senda til Bandaríkjaþings í staðinn fyrir þá réttkjörnu. Ákærudómstóll hefur áður samþykkt stefnur sem benda til þess að saksóknarar sækjast eftir upplýsingum hvaða hlutverk hópur lögmanna Trump, þar á meðal Rudy Giuliani, hafi leikið í áætluninni með fölsku kjörmennina, að sögn New York Times. Nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra hefur lagt fram gögn og vitnisburði sem benda til þess að ráðgjafar Trump og forsetinn sjálfur hafi vitað að áætlun þeirra um fölsku kjörmennina og að Mike Pence varaforseti yrði fenginn til að hafna kjörmönnum einstakra ríkja hafi verið ólögleg. Markmiðið að stöðva staðfestingu úrslitanna með fölskum kjörmönnum Forsetar í Bandaríkjunum eru ekki kosnir beinni kosningu. Þess í stað fá ríkin svokallaða kjörmenn í hlutfalli við þingstyrk þeirra. Í flestum þeirra vinnur sigurvegari kosninganna alla kjörmenn ríkisins. Kjörmennirnir greiða sigurvegaranum svo atkvæði sitt á sérstökum fundi kjörmanna. Trump forseti og stuðningsmenn hans héldu fram staðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann sigur í nokkrum ríkjum í forsetakosningunum í nóvember 2020. Lögðu þeir þá á ráðin um að velja aðra kjörmenn í einstökum ríkjum og reyna að fá ríkisþingin til þess að skipta þeim inn fyrir þá réttkjörnu. Markmiðið var að ríki þar sem Trump tapaði en repúblikanar voru í meirihluta á ríkisþingum sendu inn lista yfir falska kjörmenn áður en Pence varaforseti færi yfir endanlega staðfestingu á úrslitum kjörmannaráðsins á fundi beggja deilda Bandaríkjaþings 6. janúar. Það var sú staðfesting sem stuðningsmenn Trump reyndu að koma í veg fyrir með því að ráðast á þinghúsið. Pence átti þá annað hvort að telja fölsku kjörmennina eða neita að staðfesta úrslitin vegna þess að sum ríki hefðu sent fleiri en einn lista af kjörmönnum. Þetta gæfi Trump tíma til að halda áfram ásökunum sínum um kosningasvik eða að koma því til leiðar að fulltrúadeild Bandaríkjaþings réði úrslitum kosninganna. Þar hefði þingmannahópur hvers ríkis fengið eitt atkvæði. Þrátt fyrir að demókratar væru með meirihluta í fulltrúadeildinni sjálfri voru repúblikanar með meirihluta í fleiri þingmannahópum ríkja. Þannig hefði Trump í kenningunni átt að gera unnið sigur þrátt fyrir að hafa tapað sjálfum kosningunum. Dómsmálaráðuneytið hefur áður stefnt um fimmtán manns sem áttu að vera kjörmenn Trump ef hann hefði unnið í ríkjum þeirra en var skipt út fyrir aðra stuðningsmenn Trump daginn sem kjörmannaráðið svokallað kom saman. Sumir þeirra sögðust ekki hafa tekið þátt í þeim gjörningi þar sem Biden fór með sigur af hólmi og þeir hafi ekki talið samkomu kjörmanna repúblikana viðeigandi.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29 Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58 Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
„Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29
Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58
Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35