Íslenskur fréttamaður á vegum Pútíns tók viðtal við meintan stríðsglæpamann Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. júní 2022 17:12 Haukur tekur viðtal við Graham Phillips við höfn Mariupol. Facebook Haukur Hauksson hefur ferðast á átakasvæði í Úkraínu í boði rússneskra stjórnvalda. Nýlega tók Haukur viðtal við Graham Phillips, annan sjálfstætt starfandi blaðamann, sem nú er sakaður um stríðsglæp. Fjallað var um ferðir Hauks um Úkraínu í Fréttablaðinu í síðustu viku. Þar segist hann vera á vegum fréttamannaþjónustu varnarmálaráðuneytis Rússlands og kveðst mjög gagnrýninn á þær fréttir sem birtast af stríðinu í vestrænum fjölmiðlum. Haft er eftir Hauki að hann telji Úkraínu hafa þróast út í bananalýðveldi Vesturlanda og að Rússar hafi fengið puttann frá NATO. Haukur hefur sagt frá ferðalagi sínu á Facebook og þann 19. júní síðastliðinn birti Haukur viðtal við Graham Philips á höfn í Mariupol. Þar segir Graham borgina hafa þurft að sitja undir stjórn „Nasistanna“ en að rússneski herinn hafi gert vel í því að frelsa borgina. Nú séu horfur því góðar í Mariupol. Viðtalið má sjá í heild sinni á Facebook síðu Hauks. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, bendir á það á Twitter að Graham Philips sé nú sakaður um stríðsglæpi í breska þinginu. How it started. How it s going. pic.twitter.com/xrGBeQGGal— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) June 19, 2022 Í umfjöllun Guardian um málið segir að Phillips hafi tekið viðtöl við breska hermenn sem börðust við hlið Úkraínuhers og voru fangaðir af Rússum og dæmdir til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli aðskilnaðarsinna í Mariupol. Maðurinn sem Graham Phillips tók viðtal við heitir Aiden Aslin. Breski þingmaðurinn Robert Jenrick sagði í breska þinginu að myndband sem Phillips birti af Aslin „í handjárnum, illa særður og tekinn nauðugur í viðtal í áróðursskyni“ sé brot á Genfarsáttmálanum sem fjallar um meðferð stríðsfanga. „Blaðamaðurinn Graham Philips gæti verið kærður fyrir stríðsglæp,“ sagði Jenrick jafnframt. Að sögn breskra fjölmiðla var réttarhöldunum í Mariupol ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Í umfjöllun Guardian er skýrt nánar frá því hvernig Philips, einu sinni opinber starfsmaður í Nottingham á Englandi varð rödd yfirvalda í Kreml í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
Fjallað var um ferðir Hauks um Úkraínu í Fréttablaðinu í síðustu viku. Þar segist hann vera á vegum fréttamannaþjónustu varnarmálaráðuneytis Rússlands og kveðst mjög gagnrýninn á þær fréttir sem birtast af stríðinu í vestrænum fjölmiðlum. Haft er eftir Hauki að hann telji Úkraínu hafa þróast út í bananalýðveldi Vesturlanda og að Rússar hafi fengið puttann frá NATO. Haukur hefur sagt frá ferðalagi sínu á Facebook og þann 19. júní síðastliðinn birti Haukur viðtal við Graham Philips á höfn í Mariupol. Þar segir Graham borgina hafa þurft að sitja undir stjórn „Nasistanna“ en að rússneski herinn hafi gert vel í því að frelsa borgina. Nú séu horfur því góðar í Mariupol. Viðtalið má sjá í heild sinni á Facebook síðu Hauks. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, bendir á það á Twitter að Graham Philips sé nú sakaður um stríðsglæpi í breska þinginu. How it started. How it s going. pic.twitter.com/xrGBeQGGal— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) June 19, 2022 Í umfjöllun Guardian um málið segir að Phillips hafi tekið viðtöl við breska hermenn sem börðust við hlið Úkraínuhers og voru fangaðir af Rússum og dæmdir til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli aðskilnaðarsinna í Mariupol. Maðurinn sem Graham Phillips tók viðtal við heitir Aiden Aslin. Breski þingmaðurinn Robert Jenrick sagði í breska þinginu að myndband sem Phillips birti af Aslin „í handjárnum, illa særður og tekinn nauðugur í viðtal í áróðursskyni“ sé brot á Genfarsáttmálanum sem fjallar um meðferð stríðsfanga. „Blaðamaðurinn Graham Philips gæti verið kærður fyrir stríðsglæp,“ sagði Jenrick jafnframt. Að sögn breskra fjölmiðla var réttarhöldunum í Mariupol ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Í umfjöllun Guardian er skýrt nánar frá því hvernig Philips, einu sinni opinber starfsmaður í Nottingham á Englandi varð rödd yfirvalda í Kreml í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira