Innlent

Maður í bílnum sem skotið var á

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi í Hafnarfirði í morgun.
Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi í Hafnarfirði í morgun. Vísir/Vilhelm

Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann.

Vopnaðir sérsveitarmenn sátu um blokk að Miðvangi 41 í norðurbæ Hafnarfjarðar í tæpa fjóra tíma í morgun eftir að tilkynning barst um að maður hefði skotið á bíla á milli blokkarinnar og leikskólans Víðivalla á áttunda tímanum.

Maðurinn gafst upp og var handtekinn um 12:20 í dag. Ríkisútvarpið hefur eftir Margeiri Sveinssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að skotárásin verði rannsökuð sem tilraun til manndráps í ljósi þess að maður var inni í annarri bifreiðinni.

Sá sem var inni í bílnum þegar byssukúlurnar hæfðu hann er ómeiddur. Þegar fréttastofa ræddi við hann í dag vildi hann ekki koma í viðtal en sagðist vera brugðið.


Tengdar fréttir

Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram

Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi.

Markmiðið að ná manninum út heilum á húfi

Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla sé tilbúin að vera eins lengi og þarf við blokk við Miðvang í Hafnarfirði þar sem grunaður byssumaður er lokaður inni í íbúð. Markmiðið sé að ná manninum heilum á húfi út.

Umsátrinu lokið og maðurinn í haldi lögreglu

Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×