Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Kjartan Kjartansson, Atli Ísleifsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. júní 2022 12:36 Sérsveitarmaður miðar byssu sinni við Miðvang í Hafnarfirði. FJölmennt lið sérsveitarmanna var á vettvangi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. Umsátrið hófst eftir að tilkynning barst um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Íbúi í blokk við Miðvang 41 var grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl á bílastæði gegnt leikskólanum Víðivöllum. Lögreglan segir nú að maðurinn hafi skotið á tvo bíla. Fjölmennt lið sérsveitarmanna var sent á staðinn ásamt dróna og vélmenni sem var notað við aðgerð lögreglu. Lögreglumenn voru í símasambandi við manninn frá því um átta leytið en í millitíðinni var íbúum í blokkinni og nærliggjandi húsum bannað að yfirgefa heimili sín. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi sjálfviljugur gefið sig fram um klukkan 12:20. „Samningaviðræðurnar tókust. Hann var handtekinn í framhaldinu og er verið að flytja hann á lögreglustöð.“ Skúli segir að nú taki við rannsóknarvinna á vettvangi. „Búið er að taka lokunina af hérna í Miðvanginum og vettvangsvinna að hefjast.“ Hann segir að aðgerðin hafi í tekist vel. „Þetta tekur sinn tíma, svona samningaviðræður. Maður er bara guðslifandi feginn að enginn hafi slasast í þessu útkalli.“ Ekki er vitað til þess að nokkur tengsl séu á milli byssumannsins og bílsins sem hann skaut á. Fréttin hefur verið uppfærð.
Umsátrið hófst eftir að tilkynning barst um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Íbúi í blokk við Miðvang 41 var grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl á bílastæði gegnt leikskólanum Víðivöllum. Lögreglan segir nú að maðurinn hafi skotið á tvo bíla. Fjölmennt lið sérsveitarmanna var sent á staðinn ásamt dróna og vélmenni sem var notað við aðgerð lögreglu. Lögreglumenn voru í símasambandi við manninn frá því um átta leytið en í millitíðinni var íbúum í blokkinni og nærliggjandi húsum bannað að yfirgefa heimili sín. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi sjálfviljugur gefið sig fram um klukkan 12:20. „Samningaviðræðurnar tókust. Hann var handtekinn í framhaldinu og er verið að flytja hann á lögreglustöð.“ Skúli segir að nú taki við rannsóknarvinna á vettvangi. „Búið er að taka lokunina af hérna í Miðvanginum og vettvangsvinna að hefjast.“ Hann segir að aðgerðin hafi í tekist vel. „Þetta tekur sinn tíma, svona samningaviðræður. Maður er bara guðslifandi feginn að enginn hafi slasast í þessu útkalli.“ Ekki er vitað til þess að nokkur tengsl séu á milli byssumannsins og bílsins sem hann skaut á. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skotárás við Miðvang Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira