Umsátursástand eftir skotárás í Hafnarfirði Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. júní 2022 09:29 Vopnaður sérsveitarmaður við Miðvang í Hafnarfirði. Bíllinn sem skotið var á sést í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni. Tilkynning barst lögreglu um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang á áttunda tímanum í morgun. Grunur leikur á að íbúi í húsinu hafi skotið á kyrrstæðan bíl sunnanmegin við fjölbýlishúsið, gegnt leikskólanum Víðivöllum. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn sé talinn einn inni í íbúð í blokkinni og lögregla hafi talað við hann. Markmiðið sé að fá manninn heilan út. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi. Starfsfólki og börnum á leikskólanum hefur verið gert að halda sig innandyra og foreldrum barna sem voru ekki mætt í morgun sagt að koma ekki með þau. Verslun Nettó á bak við blokkina hefur verið lokuð frá því að aðgerðir lögreglu hófust. Fréttin hefur verið uppfærð. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á vettvangi í vaktinni hér fyrir neðan.
Tilkynning barst lögreglu um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang á áttunda tímanum í morgun. Grunur leikur á að íbúi í húsinu hafi skotið á kyrrstæðan bíl sunnanmegin við fjölbýlishúsið, gegnt leikskólanum Víðivöllum. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn sé talinn einn inni í íbúð í blokkinni og lögregla hafi talað við hann. Markmiðið sé að fá manninn heilan út. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi. Starfsfólki og börnum á leikskólanum hefur verið gert að halda sig innandyra og foreldrum barna sem voru ekki mætt í morgun sagt að koma ekki með þau. Verslun Nettó á bak við blokkina hefur verið lokuð frá því að aðgerðir lögreglu hófust. Fréttin hefur verið uppfærð. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á vettvangi í vaktinni hér fyrir neðan.
Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Skotárás við Miðvang Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Sjá meira