Eiður Smári: Kem ekki í FH með töfrasprota Andri Már Eggertsson skrifar 21. júní 2022 21:34 Eiður Smári var nokkuð jákvæður í endurkomu sinni sem þjálfari FH Vísir/Hulda Margrét FH gerði 1-1 jafntefli gegn ÍA á Norðurálsvellinum í endurkomu. Eiði Smára Guðjohnsen, þjálfara FH, fannst jafntefli vera sanngjörn niðurstaða í erfiðum aðstæðum. „Mér fannst við byrja leikinn nokkuð vel en það vantaði gæði inn á milli. Aðstæður voru ekki auðveldar en við sýndum mikla þolinmæði marki undir. Það var ekki auðvelt að skora gegn ÍA sem voru þéttir,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við Vísi eftir leik. Veðrið setti mikið strik í reikninginn og voru aðstæður erfiðar. Eiður var ánægður með vinnusemi liðsins. „Mér fannst vinnusemin upp á tíu. Það var karakter að koma til baka þar sem við héldum trú og þolinmæði og uppskárum eftir því.“ Davíð Snær Jóhannsson fékk beint rautt spjald í seinni hálfleik en Eiður hafði ekki séð atvikið í endursýningu. „Ég er ekki búinn að sjá atvikið aftur, hugsanlega var þetta gult en þá hefði hann fengið seinna gula spjaldið. Mér skilst síðan að við hefðum átt að fá víti.“ Þetta var fyrsti leikur FH í endurkomu Eiðs Smára sem taldi sig ekki vera með neinn töfrasprota. „Það kemur enginn þjálfari inn með töfrasprota. Ég og Sigurvin [Ólafsson] höfum verið hérna í tvo daga og það sem við vildum sjá var liðsheild sem mér fannst við sjá en annars má bæta margt.“ Gunnar Nielsen hefur ekki verið í marki FH eftir landsleikjahlé vegna meiðsla og sagði Eiður að það væri ólíklegt að hann myndi spila næsta leik í bikar en ætti að vera leikfær eftir það. FH Besta deild karla Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
„Mér fannst við byrja leikinn nokkuð vel en það vantaði gæði inn á milli. Aðstæður voru ekki auðveldar en við sýndum mikla þolinmæði marki undir. Það var ekki auðvelt að skora gegn ÍA sem voru þéttir,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við Vísi eftir leik. Veðrið setti mikið strik í reikninginn og voru aðstæður erfiðar. Eiður var ánægður með vinnusemi liðsins. „Mér fannst vinnusemin upp á tíu. Það var karakter að koma til baka þar sem við héldum trú og þolinmæði og uppskárum eftir því.“ Davíð Snær Jóhannsson fékk beint rautt spjald í seinni hálfleik en Eiður hafði ekki séð atvikið í endursýningu. „Ég er ekki búinn að sjá atvikið aftur, hugsanlega var þetta gult en þá hefði hann fengið seinna gula spjaldið. Mér skilst síðan að við hefðum átt að fá víti.“ Þetta var fyrsti leikur FH í endurkomu Eiðs Smára sem taldi sig ekki vera með neinn töfrasprota. „Það kemur enginn þjálfari inn með töfrasprota. Ég og Sigurvin [Ólafsson] höfum verið hérna í tvo daga og það sem við vildum sjá var liðsheild sem mér fannst við sjá en annars má bæta margt.“ Gunnar Nielsen hefur ekki verið í marki FH eftir landsleikjahlé vegna meiðsla og sagði Eiður að það væri ólíklegt að hann myndi spila næsta leik í bikar en ætti að vera leikfær eftir það.
FH Besta deild karla Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira