Fótbolti

Arsenal spyrst fyrir um Raphinha

Hjörvar Ólafsson skrifar
Raphinha í leik með brasilíska landsliðinu. 
Raphinha í leik með brasilíska landsliðinu.  Vísir/Getty

Það er nóg að gera á skrifstofunni hjá Arsenal þessa dagana en félagið tilkynnti fyrr í dag um kaup á portúgalska miðjumanninn Fabio Vieira.

Það er nóg að gera á skrifstofunni hjá Arsenal þessa dagana en félagið tilkynnti fyrr í dag um kaup á portúgalska miðjumanninn Fabio Vieira.

Þá berast sömuleiðis af því fregnir í dag að félagið hafi sent fyrirspurn til Leeds United um möguleg kaup á brasilíska vængmanninum Raphinha. 

Framherjinn á tvö ár eftir af samningi sínum við Leeds United en búist er við því að hann yfirgefi herbúðir félagsins í sumar. 

Barcelona hefur einnig sýnt áhuga á kröftum Raphinha en umboðsmaður hans er Deco, fyrrverandi leikmaðurð Katalóníufélagsins. 

Arsenal hefur einnig verið orðað við samlanda Raphinha, Gabriel Jesus, sem er á mála hjá Manchester City. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.