Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er Árni Sæberg skrifar 21. júní 2022 11:05 Verkbeiðnalista Útlendingastofnunar til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra er nokkuð langur um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað. Það vakti hörð viðbrögð í maí þegar ákveðið var að hefja brottvísanir hælisleitenda á ný eftir langt hlé vegna takmarkana á landamærum flestra landa vegna heimsfaraldurs Covid-19. Til stóð að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gaf lítið fyrir gagnrýni og sagði að fólkið hafi mátt vita af því að sá dagur kæmi að því yrði vísað úr landi. Töluverður fjöldi fólksins sem stóð til að vísa úr landi fékk mál sitt síðan endurupptekið og í lok maí voru 197 hælisleitendur á verkbeiðnalista Útlendingastofnunar til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmir brottvísanir. Þar af voru 44 sem senda átti til Grikklands og var ákveðið að byrja á þeim hópi, sem var stærstur. Af þeim 44 voru tvær barnafjölskyldur sem hafa nú fengið efnislega meðferð á sínum málum vegna lengdar dvalar þeirra hér á landi. Stendur ekki til að fylla leiguflug af flóttafólki Að sögn Gunnars Harðar Garðarssonar, samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra, hefur þó engum verið fylgt úr landi síðan ákveðið var að hefja brottvísanir á ný. „Það er ekki verið að hlaupa í það að fylla vél af fólki eða leigja einhverja risavél og moka öllum út,“ segir hann. Gunnar Hörður segir þó að sex einstaklingar úr hópnum hafi ákveðið að fara sjálfviljugir úr landi eftir að hafa verið tjáð að þeir væru hér í leyfisleysi. Í slíkum tilvikum aðstoði stoðdeildin fólk við flutninginn, til að mynda með því að útvega flugmiða. Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Það vakti hörð viðbrögð í maí þegar ákveðið var að hefja brottvísanir hælisleitenda á ný eftir langt hlé vegna takmarkana á landamærum flestra landa vegna heimsfaraldurs Covid-19. Til stóð að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gaf lítið fyrir gagnrýni og sagði að fólkið hafi mátt vita af því að sá dagur kæmi að því yrði vísað úr landi. Töluverður fjöldi fólksins sem stóð til að vísa úr landi fékk mál sitt síðan endurupptekið og í lok maí voru 197 hælisleitendur á verkbeiðnalista Útlendingastofnunar til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmir brottvísanir. Þar af voru 44 sem senda átti til Grikklands og var ákveðið að byrja á þeim hópi, sem var stærstur. Af þeim 44 voru tvær barnafjölskyldur sem hafa nú fengið efnislega meðferð á sínum málum vegna lengdar dvalar þeirra hér á landi. Stendur ekki til að fylla leiguflug af flóttafólki Að sögn Gunnars Harðar Garðarssonar, samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra, hefur þó engum verið fylgt úr landi síðan ákveðið var að hefja brottvísanir á ný. „Það er ekki verið að hlaupa í það að fylla vél af fólki eða leigja einhverja risavél og moka öllum út,“ segir hann. Gunnar Hörður segir þó að sex einstaklingar úr hópnum hafi ákveðið að fara sjálfviljugir úr landi eftir að hafa verið tjáð að þeir væru hér í leyfisleysi. Í slíkum tilvikum aðstoði stoðdeildin fólk við flutninginn, til að mynda með því að útvega flugmiða.
Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira