Fólkið hafi vitað af því að dagsetningin kæmi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. maí 2022 18:26 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að samkvæmt lögum hafi fólkið átt að vera farið úr landi. Stöð 2 Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni ákveðinna hópa um að nú eigi að vísa hælisleitendum úr landi í stórum stíl eftir kórónuveirufaraldurinn en hann bendir á að fólkið sem um ræðir hafi verið hér ólöglega allan þann tíma. Til stendur að hefja brottvísanir á ný eftir nær algjört hlé en mörg lönd eru byrjuð að falla frá kröfu um neikvætt PCR próf frá hælisleitendum sem hafa fengið synjun hér á landi. „Það eru hér hátt í 300 manns, 270 til 280, sem að dvelja í ólögmætri dvöl. Þetta er fólk sem að hefur fengið málsmeðferð á stjórnsýslustigi og hjá kærunefnd útlendingamála með sinn talsmann sér við hlið en hefur neitað' að fara í þessi próf,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Einhverjir hafa gagnrýnt það að brottvísanir skuli hefjast aftur en þeirra á meðal er Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Hann segir umbjóðendur sína hafa fengið símtal þess efnis og að það hafi verið skellur fyrir stóran hóp. Að hans sögn er um að ræða einstaklinga sem hafa fest hér rætur undanfarin ár. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl. Það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi,“ segir Jón Gunnarsson aðspurður út í þessa gagnrýni, sem hann gefur lítið fyrir. „Þannig það hefur verið, að því leyti, á sína ábyrgð hér í lengri tíma vitandi það að að þessari dagsetningu kæmi og nú er hún runnin upp og þá er hægt að fara framfylgja þeim lögum eins og þau eru,“ segir hann. Hann bendir þó á að nú sé til umræðu lagafrumvarp innan þingsins um breytingar á útlendingalögum. „Það verða nokkrar breytingar á málsmeðferð í þessum málum til að gera þetta skýrara og færa okkur nær þeim reglum sem gilda í nágrannalöndum okkar,“ segir Jón. Frumvarpið hefur sömuleiðis verið gagnrýnt, meðal annars fyrir skort á samráði. „Þetta er ekki óumdeilt mál og það verður örugglega rætt vel á þinginu og innan nefndarinnar,“ segir Jón en hann bindur vonir við að frumvarpið verði afgreitt fljótlega. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir það að um flókinn málaflokk sé að ræða. Ákveðnir þættir hafa verið til umræðu undanfarin ár, þar á meðal brottvísanir, sem eru í samræmi við þann lagaramma sem þegar er til staðar. „Ég held að við þurfum að horfa á stóru myndina í þessu,“ segir Katrín aðspurð um hvernig hún lítur á málið. „Þegar við horfum heilt yfir, ekki bara á flóttafólk heldur líka aðra innflytjendur, þá held ég að þessir hópar hafi auðgað samfélagið okkar mjög mikið en það er hins vegar skortur á heildarstefnumótun um málefni útlendinga og það er stefnumótun sem er í undirbúningi.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Til stendur að hefja brottvísanir á ný eftir nær algjört hlé en mörg lönd eru byrjuð að falla frá kröfu um neikvætt PCR próf frá hælisleitendum sem hafa fengið synjun hér á landi. „Það eru hér hátt í 300 manns, 270 til 280, sem að dvelja í ólögmætri dvöl. Þetta er fólk sem að hefur fengið málsmeðferð á stjórnsýslustigi og hjá kærunefnd útlendingamála með sinn talsmann sér við hlið en hefur neitað' að fara í þessi próf,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Einhverjir hafa gagnrýnt það að brottvísanir skuli hefjast aftur en þeirra á meðal er Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Hann segir umbjóðendur sína hafa fengið símtal þess efnis og að það hafi verið skellur fyrir stóran hóp. Að hans sögn er um að ræða einstaklinga sem hafa fest hér rætur undanfarin ár. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl. Það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi,“ segir Jón Gunnarsson aðspurður út í þessa gagnrýni, sem hann gefur lítið fyrir. „Þannig það hefur verið, að því leyti, á sína ábyrgð hér í lengri tíma vitandi það að að þessari dagsetningu kæmi og nú er hún runnin upp og þá er hægt að fara framfylgja þeim lögum eins og þau eru,“ segir hann. Hann bendir þó á að nú sé til umræðu lagafrumvarp innan þingsins um breytingar á útlendingalögum. „Það verða nokkrar breytingar á málsmeðferð í þessum málum til að gera þetta skýrara og færa okkur nær þeim reglum sem gilda í nágrannalöndum okkar,“ segir Jón. Frumvarpið hefur sömuleiðis verið gagnrýnt, meðal annars fyrir skort á samráði. „Þetta er ekki óumdeilt mál og það verður örugglega rætt vel á þinginu og innan nefndarinnar,“ segir Jón en hann bindur vonir við að frumvarpið verði afgreitt fljótlega. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir það að um flókinn málaflokk sé að ræða. Ákveðnir þættir hafa verið til umræðu undanfarin ár, þar á meðal brottvísanir, sem eru í samræmi við þann lagaramma sem þegar er til staðar. „Ég held að við þurfum að horfa á stóru myndina í þessu,“ segir Katrín aðspurð um hvernig hún lítur á málið. „Þegar við horfum heilt yfir, ekki bara á flóttafólk heldur líka aðra innflytjendur, þá held ég að þessir hópar hafi auðgað samfélagið okkar mjög mikið en það er hins vegar skortur á heildarstefnumótun um málefni útlendinga og það er stefnumótun sem er í undirbúningi.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira