Hin 23 ára gamla Russo er hluti af leikmannahóp enska landsliðsins sem mætir til leiks á EM í Englandi í sumar. Hún skoraði níu mörk í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er talin eiga framtíðina fyrir sér.
Samningur hennar rennur út sumarið 2023 og gæti hún því farið frítt ef Man United nær ekki að semja við hana. Þó svo að Russo sé ekki farin að ræða við önnur lið er vitað af áhuga innan Englands, í Evrópu sem og í Bandaríkjunum.
Man United endaði í 4. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og hefur ekki enn fest kaup á nýjum leikmanni í sumar. Samkvæmt vef breska ríkisútvarpsins, BBC, þá er Man Utd í besta falli í 6. sæti er kemur að launakostnaði í ensku úrvalsdeildinni.
I understand Alessia Russo has turned down an offer to extend her contract at Manchester United.
— Emma Sanders (@em_sandy) June 20, 2022
She has a year remaining & is not believed to be in talks with other clubs currently but could leave on a free next summer if a deal isn t met. More on BBC Sport shortly. #MUFC
Talið er að félagið hafi nú þegar reynt að sækja leikmenn til Manchesterborgar en þeir hafi allir neitað þar sem þær gátu fengið hærri laun annarsstaðar.
Russo er ekki eini leikmaður liðsins sem rennur út á samning sumarið 2023 en bakvörðurinn Ona Batlle er einnig samningslaus þá. Hin 23 ára gamla Batlle var í liði ársins á Englandi og er einkar eftirsótt, Englandsmeistarar Chelsea og Spánarmeistarar Barcelona hafa bæði áhuga og virðist ólíklegt að hún spili fyrir Man United í meira en eitt ár til viðbótar.
