Fyrrverandi stórstjarna Barcelona og Inter Milan fékk 22 mánaða dóm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 07:30 Samuel Eto'o vann fjölda titla með Barcelona áður en færði sig yfir til Inter Milan. Getty Images Samuel Eto'o, fyrrverandi sóknarmaður Barcelona, Inter Milan og mun fleiri liða, hefur verið dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eto'o játaði að hafa svikið 3,2 milljónir evra undan skatti er hann spilaði fyrir Barcelona. Hinn 41 árs gamli Samuel Eto'o spilaði fyrir Börsunga frá 2004 til 2009. Árin 2006 til 2009 fékk hann alls 3,8 milljónir evra greiddar fyrir svokallaðan ímyndarétt (e. image rights). Láðist honum að tilkynna það til skattayfirvalda þar í landi sem sóttu hann til saka, og unnu málið. Former Cameroon and Barcelona forward Samuel Eto'o pleads guilty to £3.2m tax fraud https://t.co/92dV6kQjpV— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2022 Það virðist einkar algengt að knattspyrnumenn á Spáni „gleymi“ að borga skatt af slíkum greiðslum. Hvort það sé þeim sjálfum að kenna eða endurskoðendum þeirra verður ósagt látið en Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Neymar og José Mourinho hafa allir lent í vandræðum hjá spænska skattinum vegna þessa á undanförnm árum. Eto'o kemur frá Kamerún og er í dag forseti knattspyrnusambands landsins. Hann var á Spáni um helgina þar sem hann var dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá þarf hann að borga það sem hann skuldar ásamt sekt upp á 1,55 milljón evra. „Ég viðurkenni staðreyndirnar og mun borga það sem ég skulda. Ég vil þó að rétturinn viti að ég var aðeins barn á þessum tíma og gerði alltaf það sem fyrrum umboðsmaður minn, Jose Maria Mesalles, bað mig um á þeim tíma,“ sagði framherjinn fyrrverandi er dómur féll. Eto'o átti ótrúlegan feril og vann fjölda titla með Barcelona og Inter Milan frá 2004 til 2009, þar á meðal Meistaradeild Evrópu þrívegis. Á ferli sínum spilaði hann einnig með Real Madríd, Chelsea, Everton, í Rússlandi, Tyrklandi og Katar. Þá skoraði hann 56 mörk fyrir Kamerún í 118 leikjum. Fótbolti Skattar og tollar Spánn Spænski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Samuel Eto'o spilaði fyrir Börsunga frá 2004 til 2009. Árin 2006 til 2009 fékk hann alls 3,8 milljónir evra greiddar fyrir svokallaðan ímyndarétt (e. image rights). Láðist honum að tilkynna það til skattayfirvalda þar í landi sem sóttu hann til saka, og unnu málið. Former Cameroon and Barcelona forward Samuel Eto'o pleads guilty to £3.2m tax fraud https://t.co/92dV6kQjpV— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2022 Það virðist einkar algengt að knattspyrnumenn á Spáni „gleymi“ að borga skatt af slíkum greiðslum. Hvort það sé þeim sjálfum að kenna eða endurskoðendum þeirra verður ósagt látið en Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Neymar og José Mourinho hafa allir lent í vandræðum hjá spænska skattinum vegna þessa á undanförnm árum. Eto'o kemur frá Kamerún og er í dag forseti knattspyrnusambands landsins. Hann var á Spáni um helgina þar sem hann var dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá þarf hann að borga það sem hann skuldar ásamt sekt upp á 1,55 milljón evra. „Ég viðurkenni staðreyndirnar og mun borga það sem ég skulda. Ég vil þó að rétturinn viti að ég var aðeins barn á þessum tíma og gerði alltaf það sem fyrrum umboðsmaður minn, Jose Maria Mesalles, bað mig um á þeim tíma,“ sagði framherjinn fyrrverandi er dómur féll. Eto'o átti ótrúlegan feril og vann fjölda titla með Barcelona og Inter Milan frá 2004 til 2009, þar á meðal Meistaradeild Evrópu þrívegis. Á ferli sínum spilaði hann einnig með Real Madríd, Chelsea, Everton, í Rússlandi, Tyrklandi og Katar. Þá skoraði hann 56 mörk fyrir Kamerún í 118 leikjum.
Fótbolti Skattar og tollar Spánn Spænski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira