Skiluðu tönninni úr þjóðhetju Kongó Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2022 14:30 Börn Patrice Lumumba í Brussel í morgun, eftir að tönninni hafði verið komið fyrir í kistu. AP Yfirvöld í Belgíu skiluðu í morgun tönn úr kongósku þjóð- og sjálfstæðishetjunni Patrice Lumumba í hendur aðstandenda Lumumba og yfirvalda í Austur-Kongó. Mikið hefur verið fjallað um tönnina í Belgíu síðustu ár, sem eru einu jarðnesku leifar Lumumba sem vitað er um. Síðustu ár og áratugi hafa Belgar verið að gera upp við nýlendutímabil landsins og ýmist ódæðisverk sem voru framin þá. Belgíski forsætisráðherrann Alexander De Croo sagði í morgun að þessi stund kæmi allt of seint. „Það er ekki eðlilegt að Belgía hafi haldið í leifar eins af stofendum kongósku þjóðarinnar í heila sex áratugi.“ Patrice Lumumba varð fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu.AP De Croo baðst sömuleiðis afsökunar á þætti Belga í aftökunni á Lumumba sem var fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu. Hann hafði þá barist fyrir sjálfstæði landsins um árabil. Lumumba var svo handtekinn og fangelsaður eftir valdarán hersins árið 1961 undir stjórn Mobutu Sese Seko sem átti eftir að stýra landinu með harðri hendi allt til dauðadags 1997. Lumumba var ráðinn af dögum árið 1961 og líki hans eytt, að frátalinni einni tönn, að sögn í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að grafreitur hans yrði að áfangastað pílagríma. Belgísk yfirvöld komust yfir tönnina árið 2016 úr þegar dóttir belgísks lögreglustjóra kom henni í hendur yfirvalda, en faðir hennar sagðist hafa komist yfir tönnina eftir að hafa haft umsjón með eyðingu líks Lumumba. Dóttir Lumumba hefur svo barist fyrir því í áraraðir að fá tönnina aftur til heimalandsins. Lengi hefur verið deilt um dauða Lumumba og þá sér í lagi ábyrgð bandarískra og belgískra stjórnvalda vegna mögulegra tenginga Lumumba við Sovétríkin. Rannsóknarnefnd Belgíuþings komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn landsins bæri „siðferðislega ábyrgð“ á dauða hans. Þá greindi bandarísk rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings frá því árið 1975 að leyniþjónusta landsins, CIA, hafi á sínum tíma staðið fyrir misheppnaðri tilraun til að ráða Lumumba af dögum. Belgía Austur-Kongó Tengdar fréttir Belgar munu loks skila tönninni úr Lumumba til Kongó Dómstóll í Belgíu hefur nú greitt leiðina fyrir því að tönn úr Patrice Lumumba, sjálfstæðishetju og fyrsta forsætisráðherra Kongó, verði skilað aftur til heimalandsins. 11. september 2020 13:20 Nefndu torg í Brussel í höfuðið á frelsishetjunni Lumumba Sú staðreynd að torg skuli nefnt í höfuðið á Lumumba er af mörgum talið stórt og mikilvægt skref fyrir Belgíu að gera upp nýlendutímabil landsins. 30. júní 2018 21:53 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Síðustu ár og áratugi hafa Belgar verið að gera upp við nýlendutímabil landsins og ýmist ódæðisverk sem voru framin þá. Belgíski forsætisráðherrann Alexander De Croo sagði í morgun að þessi stund kæmi allt of seint. „Það er ekki eðlilegt að Belgía hafi haldið í leifar eins af stofendum kongósku þjóðarinnar í heila sex áratugi.“ Patrice Lumumba varð fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu.AP De Croo baðst sömuleiðis afsökunar á þætti Belga í aftökunni á Lumumba sem var fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu. Hann hafði þá barist fyrir sjálfstæði landsins um árabil. Lumumba var svo handtekinn og fangelsaður eftir valdarán hersins árið 1961 undir stjórn Mobutu Sese Seko sem átti eftir að stýra landinu með harðri hendi allt til dauðadags 1997. Lumumba var ráðinn af dögum árið 1961 og líki hans eytt, að frátalinni einni tönn, að sögn í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að grafreitur hans yrði að áfangastað pílagríma. Belgísk yfirvöld komust yfir tönnina árið 2016 úr þegar dóttir belgísks lögreglustjóra kom henni í hendur yfirvalda, en faðir hennar sagðist hafa komist yfir tönnina eftir að hafa haft umsjón með eyðingu líks Lumumba. Dóttir Lumumba hefur svo barist fyrir því í áraraðir að fá tönnina aftur til heimalandsins. Lengi hefur verið deilt um dauða Lumumba og þá sér í lagi ábyrgð bandarískra og belgískra stjórnvalda vegna mögulegra tenginga Lumumba við Sovétríkin. Rannsóknarnefnd Belgíuþings komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn landsins bæri „siðferðislega ábyrgð“ á dauða hans. Þá greindi bandarísk rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings frá því árið 1975 að leyniþjónusta landsins, CIA, hafi á sínum tíma staðið fyrir misheppnaðri tilraun til að ráða Lumumba af dögum.
Belgía Austur-Kongó Tengdar fréttir Belgar munu loks skila tönninni úr Lumumba til Kongó Dómstóll í Belgíu hefur nú greitt leiðina fyrir því að tönn úr Patrice Lumumba, sjálfstæðishetju og fyrsta forsætisráðherra Kongó, verði skilað aftur til heimalandsins. 11. september 2020 13:20 Nefndu torg í Brussel í höfuðið á frelsishetjunni Lumumba Sú staðreynd að torg skuli nefnt í höfuðið á Lumumba er af mörgum talið stórt og mikilvægt skref fyrir Belgíu að gera upp nýlendutímabil landsins. 30. júní 2018 21:53 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Belgar munu loks skila tönninni úr Lumumba til Kongó Dómstóll í Belgíu hefur nú greitt leiðina fyrir því að tönn úr Patrice Lumumba, sjálfstæðishetju og fyrsta forsætisráðherra Kongó, verði skilað aftur til heimalandsins. 11. september 2020 13:20
Nefndu torg í Brussel í höfuðið á frelsishetjunni Lumumba Sú staðreynd að torg skuli nefnt í höfuðið á Lumumba er af mörgum talið stórt og mikilvægt skref fyrir Belgíu að gera upp nýlendutímabil landsins. 30. júní 2018 21:53
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent