Erlent

Biden datt af hjóli

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Biden datt af hjóli sínu beint fyrir framan urmul af ljósmyndurum.
Biden datt af hjóli sínu beint fyrir framan urmul af ljósmyndurum. ap

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, datt af hjóli sínu í Delaware í dag. Ekki virðist forsetinn hafa hlotið nein meðsli af en nokkur hræðsla virðist hafa gripið um sig á staðnum enda forsetinn kominn á virðulegan aldur.

Biden sem verður áttræður í nóvember virðist hafa flækst í fótstigi á hjólinu. Öryggisverðir forsetans voru þó fljótir að koma honum upp og heilsaði Biden fólkinu sem beið hans í sömu andrá. Forsetinn var í hjólatúr ásamt eiginkonu sinni Jill Biden í Delaware en hann hefur nokkuð oft sést í hjólatúr síðan hann tók við embætti forseta fyrir tveimur árum. 

„Ég er góður“ sagði Biden en yfirlýsing barst frá Hvíta húsinu skömmu síðar um að læknisaðstoð hafi ekki verið þörf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×