Fótbolti

Bale á leið til Englands

Atli Arason skrifar
Gareth Bale vann Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með Real Madrid.
Gareth Bale vann Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með Real Madrid. Getty

Velski framherjinn Gareth Bale er að leita af nýju félagi eftir að samningur hans við Real Madrid rann út.

Wales er á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót í 64 ár og Bale vill vera í sínu besta formi fyrir mótið sem fer fram í Katar í desember á þessu ári. Talið er næsta víst að Bale muni leika á Englandi á næsta tímabili.

Bale er helst orðaður við endurkomu í félagið sem hann gerði garðinn frægan hjá, Tottenham Hotspur.

Það gæti þó stefnt í kapphlaup um leikmanninn þar sem Newcastle United og Aston Villa eru einnig sögð áhugasöm um þjónustu leikmannsins sem verður 33 ára í júlí.

Ef enska úrvalsdeildin heillar ekki þá býðst Bale einnig að fara aftur á æskuslóðir í Cardiff og leika með Cardiff City, í ensku B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×