Wales er á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót í 64 ár og Bale vill vera í sínu besta formi fyrir mótið sem fer fram í Katar í desember á þessu ári. Talið er næsta víst að Bale muni leika á Englandi á næsta tímabili.
Bale er helst orðaður við endurkomu í félagið sem hann gerði garðinn frægan hjá, Tottenham Hotspur.
Það gæti þó stefnt í kapphlaup um leikmanninn þar sem Newcastle United og Aston Villa eru einnig sögð áhugasöm um þjónustu leikmannsins sem verður 33 ára í júlí.
Ef enska úrvalsdeildin heillar ekki þá býðst Bale einnig að fara aftur á æskuslóðir í Cardiff og leika með Cardiff City, í ensku B-deildinni.