Enski boltinn

Van Dijk var of hægur fyrir Crystal Palace

Atli Arason skrifar
Neil Warnock, fyrrum knattspyrnustjóri Crystal Palace og Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool
Neil Warnock, fyrrum knattspyrnustjóri Crystal Palace og Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool Samsett / Getty Images

Fyrrum knattspyrnustjórinn Neil Warnock var nálægt því að semja við Virgil Van Dijk árið 2014, þegar Van Dijk var enn þá leikmaður Celtic.

Warnock, sem var þá knattspyrnustjóri Crystal Palace, var boðið að kaupa Van Dijk á fimm milljónir punda frá Celtic. Kaupin gengu ekki í gegn þar sem Steve Kember, yfirnjósnari Palace, var andsnúinn félagaskiptunum og sagði að Van Dijk væri of hægur.

Ári seinna var Van Dijk keyptur frá Celtic til Southampton fyrir rúmar 14 milljónir punda og árið 2018 varð hann dýrasti varnarmaður heims þegar Liverpool keypti hann af Southampton fyrir 75 milljónir punda.

Warnock hætti í þjálfun í apríl á þessu ári eftir 50 ár í knattspyrnu en Steve Kember er enn þá yfirnjósnari Crystal Palace.

Neil Warnock var í einkaviðtali hjá breska blaðinu Mirror þar sem hann valdi lið með bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar að hans mati. Van Dijk er að sjálfsögðu í liðinu og þar greinir fyrrum knattspyrnustjórinn frá þessari áhugaverðu sögu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.