Íslenski boltinn

Breiða­blik víxlar Evrópu­leikjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Breiðablik mun spila í Andorra þann 7. júlí.
Breiðablik mun spila í Andorra þann 7. júlí. Vísir/Hulda Margrét

Breiðablik hefur samþykkt beiðni Santa Coloma frá Andorra að víxla heimaleikjum liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær.

Breiðablik hefur samþykkt beiðni Santa Coloma frá Andorra að víxla heimaleikjum liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær.

Breiðablik mætir Santa Coloma í forkeppni Sambandsdeildarinnar þann 7. og 14. júlí næstkomandi. Upphaflega stóð til að spila fyrri leikinn á Kópavogsvelli en þann síðari í Andorra. Það hefur nú breyst.

Í viðtali við Fótbolti.net eftir tap Breiðabliks á Hlíðarenda sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, ástæðuna vera að tvö lið frá Andorra eru í forkeppninni og spila þau bæði á sama heimavelli. Bæði áttu heimaleik á sama tíma og því þurfti annað að skipta.

Santa Coloma hefur áður spilað hér á landi en Valur sló liðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar sumarið 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×