Erlent

Apabólan fær nýtt nafn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO. Vísir/EPA

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum.

Áform um nafnabreytingu staðfestir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, í frétt BBC. Stofnunin mun halda neyðarfund í næstu viku til að ákveða hvort útbreiðsluna skuli flokka sem alþjóðlegt neyðarástand.

„Útbreiðsla apabólu er óvenjuleg og mikið áhyggjuefni. Af þeirri ástæðu hef ég boðað til neyðarfundar við umræður um alþjóðlega heilbrigðisregluvörslu í næstu viku. Þar munum við meta hvort útbreiðslan sé alþjóðlegt neyðarástand,“ er haft eftir Tedros í frétt BBC.

Hann segir stofnunin vinna að því, ásamt sérfræðingum um heim allan, að finna nýtt nafn á veirusýkinguna og mun nýtt nafn vera tilkynnt eins fljótt og unnt er.


Tengdar fréttir

Ó­al­gengt að vera ein­kenna­laus

Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×