Grímur verður lögreglustjóri á Suðurlandi Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2022 06:36 Grímur er hann þjálfaði lið Selfoss. Vísir/Vilhelm Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, verður settur lögreglustjóri á Suðurlandi frá 1. júlí næstkomandi og út árið. Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri verður í leyfi á sama tíma en Grímur mun áfram starfa sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum á tímabilinu. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu en Grímur hefur starfað sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum síðan árið 2020. Í samtali við Morgunblaðið segist hann ætla að verða mest áfram í Vestmannaeyjum, en einnig eftir atvikum á Suðurlandi. „Staðsetning skiptir reyndar ekki sama máli nú og áður, því störf og verkefni eru oft afgreidd í tölvu og síma. Nokkrar vikur eru síðan fyrst var nefnt að ég bætti Suðurlandinu við mig í nokkra mánuði og þeirri beiðni ráðuneytisins svaraði ég játandi. Frá fyrri tíð þekki ég flest í starfsemi þess embættis og geng því að flestu vísu myndi ég ætla,“ segir Grímur. Þjálfaði einnig í handbolta Grímur var í þjálfarateymi ÍBV í Olís-deild karla í handbolta á síðustu leiktíð en líkt og Vísir greindi frá fyrr í mánuðinum verður hann ekki hluti af teyminu á næsta tímabili. Hann var heiðraður á lokahófi félagsins í síðustu viku en liðið komst alla leið í úrslitaeinvígið þar sem Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum. Áður en hann fór til Eyja að sinna lögreglustörfum var hann aðalþjálfari Selfoss í Olís-deild karla og þekkir því Suðurlandið vel. Mestur þungi starfsemi embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi er á Selfossi en höfuðstöðvarnar eru þó á Hvolsvelli. Bróðir Gríms, Þórir Hergeirsson, er einnig handboltaþjálfari og hefur stýrt norska kvennalandsliðinu í handbolta í þrettán ár. Sem þjálfari liðsins hefur hann unnið fjóra Evrópumeistaratitla, þrjá heimsmeistaratitla og einu sinni orðið Ólympíumeistari. Vistaskipti Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Greint er frá þessu í Morgunblaðinu en Grímur hefur starfað sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum síðan árið 2020. Í samtali við Morgunblaðið segist hann ætla að verða mest áfram í Vestmannaeyjum, en einnig eftir atvikum á Suðurlandi. „Staðsetning skiptir reyndar ekki sama máli nú og áður, því störf og verkefni eru oft afgreidd í tölvu og síma. Nokkrar vikur eru síðan fyrst var nefnt að ég bætti Suðurlandinu við mig í nokkra mánuði og þeirri beiðni ráðuneytisins svaraði ég játandi. Frá fyrri tíð þekki ég flest í starfsemi þess embættis og geng því að flestu vísu myndi ég ætla,“ segir Grímur. Þjálfaði einnig í handbolta Grímur var í þjálfarateymi ÍBV í Olís-deild karla í handbolta á síðustu leiktíð en líkt og Vísir greindi frá fyrr í mánuðinum verður hann ekki hluti af teyminu á næsta tímabili. Hann var heiðraður á lokahófi félagsins í síðustu viku en liðið komst alla leið í úrslitaeinvígið þar sem Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum. Áður en hann fór til Eyja að sinna lögreglustörfum var hann aðalþjálfari Selfoss í Olís-deild karla og þekkir því Suðurlandið vel. Mestur þungi starfsemi embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi er á Selfossi en höfuðstöðvarnar eru þó á Hvolsvelli. Bróðir Gríms, Þórir Hergeirsson, er einnig handboltaþjálfari og hefur stýrt norska kvennalandsliðinu í handbolta í þrettán ár. Sem þjálfari liðsins hefur hann unnið fjóra Evrópumeistaratitla, þrjá heimsmeistaratitla og einu sinni orðið Ólympíumeistari.
Vistaskipti Lögreglan Vestmannaeyjar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira