Reyna að fá að minnsta kosti áttatíu skammta af bóluefni til landsins Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. júní 2022 07:01 Apabóla Monkeypox Photo Illustrations Medical syringes and a bottle are seen with 'Monkeypox' sign and monkeypox illustrative model displayed on a screen in the background in this illustration photo taken in Krakow, Poland on May 26, 2022. (Photo by Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images) Getty/Jakub Porzycki Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að sýna aðgát í kynmökum og skyndikynnum, sérstaklega erlendis, vegna hættu á apabólusmiti. Verið er að reyna að útvega að minnsta kosti 80 skömmtum af bóluefni til að bólusetja þá sem eru í sérstakri hættu. Mánuður er nú liðinn frá því að tilkynningar um apabólu utan Afríku fóru að berast í auknum mæli til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heldur tilfellum áfram að fjölga víða. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá stofnuninni, sem þó ná aðeins til 8. júní, hafa rúmlega ellefu hundruð tilfelli greinst í Evrópu. Fyrstu tvö tilfellin hér á landi greindust einmitt 8. júní en þriðja tilfellið greindist um helgina. Um er að ræða karlmenn sem áttu það sameiginlegt að hafa verið á ferð um Evrópu. Meirihluti tilfella í Evrópu virðast vera hjá sam- eða tvíkynhneigðum karlmönnum og benda fyrirliggjandi gögn að einstaklingar smitist í nánu samneyti, til að mynda kynlífi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur af þeirri ástæðu fólk til að sýna aðgát í kynlífi og skyndikynnum, sérstaklega erlendis. Þá er fólk beðið um að vera vakandi fyrir einkennum apabólu og mæta sem fyrst í skoðun verði þeirra vart. „Við höfum verið í samvinnu við grasrótarsamtökin að útbreiða þennan boðskap og þessar leiðbeiningar til allra sem að hægt er. Þannig að við erum að reyna eins og við getum að ná til allra, það er eina leiðin sem við höfum,“ segir Þórólfur. „Svo erum við bara með miðlæga þjónustu við þetta fólk frá Landspítalanum og það er ekki mikið annað sem við getum gert, eins og staðan er.“ Ekki allir bólusettir sem verða útsettir Til er bóluefni gegn apasótt en það er af skornum skammti og ekki hefur tekist að semja um skammta til Íslands enn sem komið er. „Heilbrigðisráðuneytið er með forgöngu í því að nálgast bóluefni í Evrópu en það er bara skortur á þessum bóluefnum og framboðið er lítið, við erum að reyna að fá alla vega 80 skammta til að nota,“ segir Þórólfur. Hægt væri að nota þá skammta til að bólusetja þá sem hafa verið útsettir og talið er að gætu komið illa út úr sýkingunni, til að mynda vegna fyrirliggjandi sjúkdóma. „En það verða ekki allir bólusettir sem eru útsettir, ég held að það sé nokkuð ljóst,“ segir Þórólfur. Hann segir viðbúið að tilfellum fjölgi en á ekki von á faraldri, hvað þá í líkingu við Covid, þar sem apabólan er töluvert minna smitandi og smitast þá helst í nánu samneyti. Lítið er hægt að gera í stöðunni. Þannig nú erum við bara að bíða og sjá? „Já, það er lítið annað sem við getum gert,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þriðja tilfelli apabólu greinist á Íslandi Á laugardaginn greindist þriðja apabólusmitið hér á landi. Um er að ræða karlmann á miðjum aldri sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2022 09:28 Apabóla nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur Apabóla er nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur eftir að heilbrigðisráðherra gerði breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna. 10. júní 2022 12:01 Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Mánuður er nú liðinn frá því að tilkynningar um apabólu utan Afríku fóru að berast í auknum mæli til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heldur tilfellum áfram að fjölga víða. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá stofnuninni, sem þó ná aðeins til 8. júní, hafa rúmlega ellefu hundruð tilfelli greinst í Evrópu. Fyrstu tvö tilfellin hér á landi greindust einmitt 8. júní en þriðja tilfellið greindist um helgina. Um er að ræða karlmenn sem áttu það sameiginlegt að hafa verið á ferð um Evrópu. Meirihluti tilfella í Evrópu virðast vera hjá sam- eða tvíkynhneigðum karlmönnum og benda fyrirliggjandi gögn að einstaklingar smitist í nánu samneyti, til að mynda kynlífi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur af þeirri ástæðu fólk til að sýna aðgát í kynlífi og skyndikynnum, sérstaklega erlendis. Þá er fólk beðið um að vera vakandi fyrir einkennum apabólu og mæta sem fyrst í skoðun verði þeirra vart. „Við höfum verið í samvinnu við grasrótarsamtökin að útbreiða þennan boðskap og þessar leiðbeiningar til allra sem að hægt er. Þannig að við erum að reyna eins og við getum að ná til allra, það er eina leiðin sem við höfum,“ segir Þórólfur. „Svo erum við bara með miðlæga þjónustu við þetta fólk frá Landspítalanum og það er ekki mikið annað sem við getum gert, eins og staðan er.“ Ekki allir bólusettir sem verða útsettir Til er bóluefni gegn apasótt en það er af skornum skammti og ekki hefur tekist að semja um skammta til Íslands enn sem komið er. „Heilbrigðisráðuneytið er með forgöngu í því að nálgast bóluefni í Evrópu en það er bara skortur á þessum bóluefnum og framboðið er lítið, við erum að reyna að fá alla vega 80 skammta til að nota,“ segir Þórólfur. Hægt væri að nota þá skammta til að bólusetja þá sem hafa verið útsettir og talið er að gætu komið illa út úr sýkingunni, til að mynda vegna fyrirliggjandi sjúkdóma. „En það verða ekki allir bólusettir sem eru útsettir, ég held að það sé nokkuð ljóst,“ segir Þórólfur. Hann segir viðbúið að tilfellum fjölgi en á ekki von á faraldri, hvað þá í líkingu við Covid, þar sem apabólan er töluvert minna smitandi og smitast þá helst í nánu samneyti. Lítið er hægt að gera í stöðunni. Þannig nú erum við bara að bíða og sjá? „Já, það er lítið annað sem við getum gert,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þriðja tilfelli apabólu greinist á Íslandi Á laugardaginn greindist þriðja apabólusmitið hér á landi. Um er að ræða karlmann á miðjum aldri sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2022 09:28 Apabóla nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur Apabóla er nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur eftir að heilbrigðisráðherra gerði breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna. 10. júní 2022 12:01 Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Þriðja tilfelli apabólu greinist á Íslandi Á laugardaginn greindist þriðja apabólusmitið hér á landi. Um er að ræða karlmann á miðjum aldri sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2022 09:28
Apabóla nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur Apabóla er nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur eftir að heilbrigðisráðherra gerði breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna. 10. júní 2022 12:01
Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5. júní 2022 18:02