Erlent

Apa­bólu­til­felli utan Afríku hafa þre­faldast á einni viku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Alls hafa 780 greinst smitaðir af apabólu utan Afríku.
Alls hafa 780 greinst smitaðir af apabólu utan Afríku. Ap/Cynthia S. Goldsmith

Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega  þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, sem telur þó mun fleiri hafa smitast af sjúkdómnum. 

Sýkingin er ekki þannig að hún teljist mjög alvarleg en þetta er fyrsta sinn sem sjúkdómurinn berst af einhverju viti út fyrir heimsálfu Afríku. Sjúkdómurinn hefur nú greinst í 27 löndum, sem höfðu ekki áður glímt við apabólufaraldur. 

Flest þessara nýju tilfella sem greinst hafa undanfarna viku hafa greinst í Evrópu og Norður-Ameríku en einnig hafa nokkur tilfelli greinst í Mexíkó, Argentínu, Marokkó og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 

Flest tilfelli utan Afríku hafa greinst í Bretlandi, alls 207, þar á eftir á Spáni, þar sem 156 hafa greinst, og í Portúgal, þar sem 138 hafa greinst smitaðir.

Fram kemur í nýjustu tilkynningu frá WHO að í sumum þessara tilfella sé óvitað hvernig einstaklingurinn smitaðist og hvar. 

WHO metur svo að sjúkdómurinn skapi ekki mikla hættu við mannslíf en verði hann útbreiddari gæti sú skilgreining breyst. Enn hefur enginn, sem vitað er, látist vegna sjúkdómsins í þessari bylgju. 

Að sögn stofnunarinnar hafa flestir, sem greinst hafa með sjúkdóminn, verið karlmenn sem stundað hafa kynlíf með ðrum karlmönnum. Engar vísbendingar eru um að sjúkdómurinn smitist með kynlífi en ljóst er að hann smitast við mikla nánd. 

Flestir sem smitast hafa af sjúkdómnum hafa náð sér að fullu, án sérstakrar heilbrigðisaðstoðar, á nokkru vikum. Meðal einkenna er hiti, höfuðverkur, bólgu, bakverkur, vöðvaverkur auk útbrota á húð sem breytast með tímanum. 

Apabóla getur verið alvarlegri en þetta og fólk í Vestur-Afríku hefur látist af sjúkdómnum.  Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.