Innlent

Apabóla nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Skylt er að senda sóttvarnalækni upplýsingar um skráningar-og tilkynningarskylda sjúkdóma.
Skylt er að senda sóttvarnalækni upplýsingar um skráningar-og tilkynningarskylda sjúkdóma. Ap/Cynthia S. Goldsmith

Apabóla er nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur eftir að heilbrigðisráðherra gerði breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna. 

Af skráningarskyldum smitsjúkdómum eru þeir sjúkdómar tilkynningarskyldir sem ógnað geta almannaheill. Skylt er að senda sóttvarnalækni upplýsingar um skráningar-og tilkynningarskylda sjúkdóma.

Ekki hafa fleiri apabólusmit greinst á Íslandi en tveir menn greindust í fyrradag. Enginn hefur enn þurft að sæta sóttkví eða einangrun vegna smitanna tveggja. Smitrakning er í höndum smitsjúkdómadeildar Landspítalans.

Enn er beðið staðfestingar á apabólugreiningu mannanna tveggja en sýnin voru send ytra. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu.

Undanfarnar vikur afa greinst yfir þúsund tilfelli af apabólu í 20 Evrópulöndum og átta löndum utan Evrópu þar sem sjúkdómurinn er ekki landlægur.


Tengdar fréttir

Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum

Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.