Vaktin: Stórskotalið Rússa tíu sinnum öflugara Bjarki Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 13. júní 2022 07:45 Rússar eru sagðir hafa safnað saman öllu sínu stórskotaliði í Donbas. Getty/Leon Klein Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Valeriy Zaluzhny, yfirmaður herafla Úkraínu, segir yfirburði Rússa þegar kemur að stórskotaliði vera gífurlega. Wikimedia Foundation, sem á og rekur Wikipedia, hefur áfrýjað úrskurði rússnesks dómstóls um að fjarlægja eigi upplýsingar um innrás Rússa í Úkraínu af vefnum. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja fólk eiga rétt á því að vita sannleikann um stríðið í Úkraínu. Baráttan um Donbas gæti haft gífurleg áhrif á framvindu innrásar Rússa í Úkraínu. Harðir bardagar hafa geysað þar frá því innrásin hófst í febrúar. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi í forsetaembætti Úkraínu, segir ríkið þurfa að miklu magni þungavopna að halda. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að binda enda á innrás Rússa. Rússar hafa fengið 93 milljarði greidda fyrir jarðefnaeldsneyti síðan þeir réðust inn í Úkraínu. Meirihluti eldsneytisins hefur verið seldur til ríkja innan Evrópusambandsins. Enn er ekki búið að sækja lík hermanna sem létust við að verja Azovstal-stálverið. Amnesty International sakar Rússa um stríðsglæpi í Karkív. Samkvæmt samtökunum hafa hundruð óbreyttra borgara fallið í skotárásum Rússa í borginni. Rússar segjast hafa sprengt stóra geymslu í borginni Ternopil með vopnum frá Evrópu og Bandaríkjunum. Úkraínumenn segja þó engin vopn hafa verið í geymslunni en að margar byggingar hafi eyðilagst í árásinni.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Valeriy Zaluzhny, yfirmaður herafla Úkraínu, segir yfirburði Rússa þegar kemur að stórskotaliði vera gífurlega. Wikimedia Foundation, sem á og rekur Wikipedia, hefur áfrýjað úrskurði rússnesks dómstóls um að fjarlægja eigi upplýsingar um innrás Rússa í Úkraínu af vefnum. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja fólk eiga rétt á því að vita sannleikann um stríðið í Úkraínu. Baráttan um Donbas gæti haft gífurleg áhrif á framvindu innrásar Rússa í Úkraínu. Harðir bardagar hafa geysað þar frá því innrásin hófst í febrúar. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi í forsetaembætti Úkraínu, segir ríkið þurfa að miklu magni þungavopna að halda. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að binda enda á innrás Rússa. Rússar hafa fengið 93 milljarði greidda fyrir jarðefnaeldsneyti síðan þeir réðust inn í Úkraínu. Meirihluti eldsneytisins hefur verið seldur til ríkja innan Evrópusambandsins. Enn er ekki búið að sækja lík hermanna sem létust við að verja Azovstal-stálverið. Amnesty International sakar Rússa um stríðsglæpi í Karkív. Samkvæmt samtökunum hafa hundruð óbreyttra borgara fallið í skotárásum Rússa í borginni. Rússar segjast hafa sprengt stóra geymslu í borginni Ternopil með vopnum frá Evrópu og Bandaríkjunum. Úkraínumenn segja þó engin vopn hafa verið í geymslunni en að margar byggingar hafi eyðilagst í árásinni.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira