Miðjubandalag Macrons með flest þingsæti eftir fyrstu tölur Árni Sæberg skrifar 12. júní 2022 23:50 Emmanuel Macron og eiginkona hans Brigitte eftir að þau greiddu atkvæði í dag. Ludovic Marin/AP Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í dag. Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta leiðir eftir fyrstu tölur með 25,2 prósent atkvæða en flest spáð þingsæti. Bandalag vinstri flokka fylgir fast á hæla miðjuflokkanna með 25,6 prósent atkvæða en öllu færri spáð þingsæti en bandalag Macrons. Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái áframhaldandi hreinum meirihluta á franska þinginu. Macron boðar skattalækkanir og almenna hækkun eftirlaunaaldurs úr 62 árum í 65. Bandalag Vinstri grænna og Kommúnistaflokksins undir forystu Jean-Luc Mélenchon boðar aftur á móti töluverðra hækkun lágmarkslauna, lækkun eftirlaunaaldurs niður í sextíu ár og frystingu á orkuverði til heimila. Franska kosningakerfið er nokkuð flókið þar sem kosið er í tveimur umferðum. Þingsætum er ekki úthlutað eftir fylgi flokka á landsvísu heldur fylgi þeirra í einstökum héruðum og fer seinni umferð þingkosninganna fram eftir viku. Stjórnmálarýnendur í Frakklandi hafa spáð því að tæpur minnihluti greiddra atkvæða muni skila Macron nægilega mörgum þingsætum til að halda hreinum meirihluta, að því er segir í umfjöllun France24 um frönsku kosningarnar. Þannig er miðjubandalaginu spáð 225 til 295 þingsætum en bandalagi Mélenchons aðeins 150 til 190. Macron þarf 289 þingsæti til að halda hreinum meirihluta á franska þinginu. Elizabeth Borne, forstætisráðherra Frakklands, segir miðjubandalagið nú hafa eina viku til að undirbúa sig fyrir seinni umferð kosninganna. „Eina viku til að sannfæra, eina viku til að ná öflugum og skýrum meirihluta,“ segir hún. Mélenchon gefur aftur á móti lítið fyrir það að byrjað sé að telja þingsæti svo snemma í kosningaferlinu og hvetur Frakka til að mæta á kjörstað í næstu viku, en kjörsókn í dag var með eindæmum lítil, aðeins 47,7 prósent. „Í ljósi þessarar niðurstöðu, og þess einstaka tækifæris sem það veitir okkur til að hafa áhrif á örlög föðurlandsins, ákalla ég fólkið í landinu að yfirbuga hörmuleg stjórnmál meirihlutans, Macrons, á sunnnudaginn,“ segir hann. Kosningar í Frakklandi Frakkland Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái áframhaldandi hreinum meirihluta á franska þinginu. Macron boðar skattalækkanir og almenna hækkun eftirlaunaaldurs úr 62 árum í 65. Bandalag Vinstri grænna og Kommúnistaflokksins undir forystu Jean-Luc Mélenchon boðar aftur á móti töluverðra hækkun lágmarkslauna, lækkun eftirlaunaaldurs niður í sextíu ár og frystingu á orkuverði til heimila. Franska kosningakerfið er nokkuð flókið þar sem kosið er í tveimur umferðum. Þingsætum er ekki úthlutað eftir fylgi flokka á landsvísu heldur fylgi þeirra í einstökum héruðum og fer seinni umferð þingkosninganna fram eftir viku. Stjórnmálarýnendur í Frakklandi hafa spáð því að tæpur minnihluti greiddra atkvæða muni skila Macron nægilega mörgum þingsætum til að halda hreinum meirihluta, að því er segir í umfjöllun France24 um frönsku kosningarnar. Þannig er miðjubandalaginu spáð 225 til 295 þingsætum en bandalagi Mélenchons aðeins 150 til 190. Macron þarf 289 þingsæti til að halda hreinum meirihluta á franska þinginu. Elizabeth Borne, forstætisráðherra Frakklands, segir miðjubandalagið nú hafa eina viku til að undirbúa sig fyrir seinni umferð kosninganna. „Eina viku til að sannfæra, eina viku til að ná öflugum og skýrum meirihluta,“ segir hún. Mélenchon gefur aftur á móti lítið fyrir það að byrjað sé að telja þingsæti svo snemma í kosningaferlinu og hvetur Frakka til að mæta á kjörstað í næstu viku, en kjörsókn í dag var með eindæmum lítil, aðeins 47,7 prósent. „Í ljósi þessarar niðurstöðu, og þess einstaka tækifæris sem það veitir okkur til að hafa áhrif á örlög föðurlandsins, ákalla ég fólkið í landinu að yfirbuga hörmuleg stjórnmál meirihlutans, Macrons, á sunnnudaginn,“ segir hann.
Kosningar í Frakklandi Frakkland Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira