Ætla að leyfa kannabis í lækningaskyni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. júní 2022 14:30 LARISA SHPINEVA/GettyImages Allt bendir til þess að notkun kannabis í lækningaskyni verði innan skamms leyfð á Spáni, en það er nú þegar leyft í tæplega helming ríkja Evrópusambandsins. Læknir sem styður lögleiðingu slíkra lyfja segir algerlega fáránlegt að afstaða fólks til þessa lyfs skuli fara eftir því hvort það sé hægri- eða vinstrisinnað. Spænska þingið er að leggja lokahönd á skýrslu um notkun kannabis í lækningaskyni og fjölmiðlar segja að nú sé örstutt í Spánverjar leyfi notkun þess. Hún verður þó háð mjög ströngum skilyrðum, en Spánn bætist þar með í hóp rúmlega 40 ríkja sem þegar hafa lögleitt notkun kannabis í lækningaskyni, þeirra á meðal eru um10 þjóðir Evrópusambandsins. Ströng skilyrði Sérfræðingar sem spænska dagblaðið El País hefur talað við segja að notkun þess verði settar það þröngar skorður að einungis 200.000 manns komi til með að hafa hag af lögleiðingu efnisins, en spænska þjóðin telur rúmlega 47 milljónir manna. Sem fyrr segir verður útgáfu lyfseðla fyrir kannabis settar mjög þröngar skorður, alltof þröngar segja nokkrir læknar sem hafa mælt með lögleiðingu þess í lækningaskyni. T.a.m verður einungis hægt að leysa lyfið út í lyfjaafgreiðslum sjúkrahúsa. Kannabislyf gagnast fyrst og fremst til að slá á mikla og langvinna verki, sérstaklega hjá krabbameinssjúklingum og fólki sem þjáist af ýmiskonar taugasjúkdómum. Það slær á ógleði og lystarleysi fólk sem er í krabbameinsmeðferð. Þá getur það dregið úr flogaköstum flogaveiks fólks. Afstaða til kannabis fer eftir stjórnmálaskoðunum Manuel Guzmán, prófessor í lífefnafræði og sameindalíffræði við Complutense háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að lyfið sé þó ekkert kraftaverkalyf eins og hörðustu stuðningsmenn þess halda fram. Það hafi sína kosti sem fyrst og fremst geti bætt verulega lífsgæði þeirra sem það gagnast. Hann segir að því miður hafi gagnsemi kannabislyfja ekki verið rannsökuð nægilega, af tveimur ástæðum; annars vegar vegna þess að efnið hefur um áratugaskeið verið ólöglegt víðast hvar og hins vegar vegna þess að þar sem lyfið sé unnið úr plöntu sem ekki sé hægt að fá einkaleyfi á, hafi alþjóðleg lyfjafyrirtæki takmarkaðan áhuga á að fjármagna rannsóknir á lyfjum unnum úr kannabis. Néstor Szerman geðlæknir segir í samtali við sama blað að afstaða almennings til lyfsins sé sannarlega athyglisverð og í raun öðruvísi en gagnvart flestum öðrum lyfjum. Svo virðist sem fylgjendur þess að lögleiða kannabis í lækningaskyni séu aðallega vinstrisinnaðir, en andstæðingar þess sé hægrisinnað fólk. Það sé í raun algerlega fáránlegt þegar haft sé í huga að notkun þess snúist fyrst og fremst um að lina þjáningar tuga- og hundruða þúsunda sjúklinga. Spánn Kannabis Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Spænska þingið er að leggja lokahönd á skýrslu um notkun kannabis í lækningaskyni og fjölmiðlar segja að nú sé örstutt í Spánverjar leyfi notkun þess. Hún verður þó háð mjög ströngum skilyrðum, en Spánn bætist þar með í hóp rúmlega 40 ríkja sem þegar hafa lögleitt notkun kannabis í lækningaskyni, þeirra á meðal eru um10 þjóðir Evrópusambandsins. Ströng skilyrði Sérfræðingar sem spænska dagblaðið El País hefur talað við segja að notkun þess verði settar það þröngar skorður að einungis 200.000 manns komi til með að hafa hag af lögleiðingu efnisins, en spænska þjóðin telur rúmlega 47 milljónir manna. Sem fyrr segir verður útgáfu lyfseðla fyrir kannabis settar mjög þröngar skorður, alltof þröngar segja nokkrir læknar sem hafa mælt með lögleiðingu þess í lækningaskyni. T.a.m verður einungis hægt að leysa lyfið út í lyfjaafgreiðslum sjúkrahúsa. Kannabislyf gagnast fyrst og fremst til að slá á mikla og langvinna verki, sérstaklega hjá krabbameinssjúklingum og fólki sem þjáist af ýmiskonar taugasjúkdómum. Það slær á ógleði og lystarleysi fólk sem er í krabbameinsmeðferð. Þá getur það dregið úr flogaköstum flogaveiks fólks. Afstaða til kannabis fer eftir stjórnmálaskoðunum Manuel Guzmán, prófessor í lífefnafræði og sameindalíffræði við Complutense háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að lyfið sé þó ekkert kraftaverkalyf eins og hörðustu stuðningsmenn þess halda fram. Það hafi sína kosti sem fyrst og fremst geti bætt verulega lífsgæði þeirra sem það gagnast. Hann segir að því miður hafi gagnsemi kannabislyfja ekki verið rannsökuð nægilega, af tveimur ástæðum; annars vegar vegna þess að efnið hefur um áratugaskeið verið ólöglegt víðast hvar og hins vegar vegna þess að þar sem lyfið sé unnið úr plöntu sem ekki sé hægt að fá einkaleyfi á, hafi alþjóðleg lyfjafyrirtæki takmarkaðan áhuga á að fjármagna rannsóknir á lyfjum unnum úr kannabis. Néstor Szerman geðlæknir segir í samtali við sama blað að afstaða almennings til lyfsins sé sannarlega athyglisverð og í raun öðruvísi en gagnvart flestum öðrum lyfjum. Svo virðist sem fylgjendur þess að lögleiða kannabis í lækningaskyni séu aðallega vinstrisinnaðir, en andstæðingar þess sé hægrisinnað fólk. Það sé í raun algerlega fáránlegt þegar haft sé í huga að notkun þess snúist fyrst og fremst um að lina þjáningar tuga- og hundruða þúsunda sjúklinga.
Spánn Kannabis Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent