Ætla að leyfa kannabis í lækningaskyni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. júní 2022 14:30 LARISA SHPINEVA/GettyImages Allt bendir til þess að notkun kannabis í lækningaskyni verði innan skamms leyfð á Spáni, en það er nú þegar leyft í tæplega helming ríkja Evrópusambandsins. Læknir sem styður lögleiðingu slíkra lyfja segir algerlega fáránlegt að afstaða fólks til þessa lyfs skuli fara eftir því hvort það sé hægri- eða vinstrisinnað. Spænska þingið er að leggja lokahönd á skýrslu um notkun kannabis í lækningaskyni og fjölmiðlar segja að nú sé örstutt í Spánverjar leyfi notkun þess. Hún verður þó háð mjög ströngum skilyrðum, en Spánn bætist þar með í hóp rúmlega 40 ríkja sem þegar hafa lögleitt notkun kannabis í lækningaskyni, þeirra á meðal eru um10 þjóðir Evrópusambandsins. Ströng skilyrði Sérfræðingar sem spænska dagblaðið El País hefur talað við segja að notkun þess verði settar það þröngar skorður að einungis 200.000 manns komi til með að hafa hag af lögleiðingu efnisins, en spænska þjóðin telur rúmlega 47 milljónir manna. Sem fyrr segir verður útgáfu lyfseðla fyrir kannabis settar mjög þröngar skorður, alltof þröngar segja nokkrir læknar sem hafa mælt með lögleiðingu þess í lækningaskyni. T.a.m verður einungis hægt að leysa lyfið út í lyfjaafgreiðslum sjúkrahúsa. Kannabislyf gagnast fyrst og fremst til að slá á mikla og langvinna verki, sérstaklega hjá krabbameinssjúklingum og fólki sem þjáist af ýmiskonar taugasjúkdómum. Það slær á ógleði og lystarleysi fólk sem er í krabbameinsmeðferð. Þá getur það dregið úr flogaköstum flogaveiks fólks. Afstaða til kannabis fer eftir stjórnmálaskoðunum Manuel Guzmán, prófessor í lífefnafræði og sameindalíffræði við Complutense háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að lyfið sé þó ekkert kraftaverkalyf eins og hörðustu stuðningsmenn þess halda fram. Það hafi sína kosti sem fyrst og fremst geti bætt verulega lífsgæði þeirra sem það gagnast. Hann segir að því miður hafi gagnsemi kannabislyfja ekki verið rannsökuð nægilega, af tveimur ástæðum; annars vegar vegna þess að efnið hefur um áratugaskeið verið ólöglegt víðast hvar og hins vegar vegna þess að þar sem lyfið sé unnið úr plöntu sem ekki sé hægt að fá einkaleyfi á, hafi alþjóðleg lyfjafyrirtæki takmarkaðan áhuga á að fjármagna rannsóknir á lyfjum unnum úr kannabis. Néstor Szerman geðlæknir segir í samtali við sama blað að afstaða almennings til lyfsins sé sannarlega athyglisverð og í raun öðruvísi en gagnvart flestum öðrum lyfjum. Svo virðist sem fylgjendur þess að lögleiða kannabis í lækningaskyni séu aðallega vinstrisinnaðir, en andstæðingar þess sé hægrisinnað fólk. Það sé í raun algerlega fáránlegt þegar haft sé í huga að notkun þess snúist fyrst og fremst um að lina þjáningar tuga- og hundruða þúsunda sjúklinga. Spánn Kannabis Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Spænska þingið er að leggja lokahönd á skýrslu um notkun kannabis í lækningaskyni og fjölmiðlar segja að nú sé örstutt í Spánverjar leyfi notkun þess. Hún verður þó háð mjög ströngum skilyrðum, en Spánn bætist þar með í hóp rúmlega 40 ríkja sem þegar hafa lögleitt notkun kannabis í lækningaskyni, þeirra á meðal eru um10 þjóðir Evrópusambandsins. Ströng skilyrði Sérfræðingar sem spænska dagblaðið El País hefur talað við segja að notkun þess verði settar það þröngar skorður að einungis 200.000 manns komi til með að hafa hag af lögleiðingu efnisins, en spænska þjóðin telur rúmlega 47 milljónir manna. Sem fyrr segir verður útgáfu lyfseðla fyrir kannabis settar mjög þröngar skorður, alltof þröngar segja nokkrir læknar sem hafa mælt með lögleiðingu þess í lækningaskyni. T.a.m verður einungis hægt að leysa lyfið út í lyfjaafgreiðslum sjúkrahúsa. Kannabislyf gagnast fyrst og fremst til að slá á mikla og langvinna verki, sérstaklega hjá krabbameinssjúklingum og fólki sem þjáist af ýmiskonar taugasjúkdómum. Það slær á ógleði og lystarleysi fólk sem er í krabbameinsmeðferð. Þá getur það dregið úr flogaköstum flogaveiks fólks. Afstaða til kannabis fer eftir stjórnmálaskoðunum Manuel Guzmán, prófessor í lífefnafræði og sameindalíffræði við Complutense háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að lyfið sé þó ekkert kraftaverkalyf eins og hörðustu stuðningsmenn þess halda fram. Það hafi sína kosti sem fyrst og fremst geti bætt verulega lífsgæði þeirra sem það gagnast. Hann segir að því miður hafi gagnsemi kannabislyfja ekki verið rannsökuð nægilega, af tveimur ástæðum; annars vegar vegna þess að efnið hefur um áratugaskeið verið ólöglegt víðast hvar og hins vegar vegna þess að þar sem lyfið sé unnið úr plöntu sem ekki sé hægt að fá einkaleyfi á, hafi alþjóðleg lyfjafyrirtæki takmarkaðan áhuga á að fjármagna rannsóknir á lyfjum unnum úr kannabis. Néstor Szerman geðlæknir segir í samtali við sama blað að afstaða almennings til lyfsins sé sannarlega athyglisverð og í raun öðruvísi en gagnvart flestum öðrum lyfjum. Svo virðist sem fylgjendur þess að lögleiða kannabis í lækningaskyni séu aðallega vinstrisinnaðir, en andstæðingar þess sé hægrisinnað fólk. Það sé í raun algerlega fáránlegt þegar haft sé í huga að notkun þess snúist fyrst og fremst um að lina þjáningar tuga- og hundruða þúsunda sjúklinga.
Spánn Kannabis Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira