Vonast eftir hreinum meirihluta á þingi Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2022 12:39 Emmanuel Macron og Brigitte Macron á kjörstað í morgun. AP/Ludovic Marin Þingkosningar fara fram í Frakklandi í dag þar sem Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái hreinum meirihluta en er ógnað af bandalagi vinstri flokka. Frakkar kjósa til þings í tveimur umferðum rétt eins og í forsetakosningum. Macron forseta er í mun að fylgja eftir sigri sínum í maí með sigri í þingkosningunum til að auðvelda honum að koma stefnumálum sínum áfram. Þeirra á meðal eru loforð um skattalækkanir og að eftirlaunaaldur verði almennt hækkaður úr 62 árum í 65. Nýjustu kannanir benda hins vegar til að miðjubandalag Macrons sé ógnað af nýlega mynduðu bandalagi Vinstri grænna og Kommúnistaflokksins undir forystu Jean-Luc Mélenchon. Hann hvetur kjósendur til að kjósa bandalag sitt svo Macron neyðist til að skipa hann í embætti forsætisráðherra. Vinstrabandalagið berst fyrir töluverðri hækkun lágmarkslauna, lækkun eftirlaunaaldurs niður í sextíu ár og frystingu á orkuverði til heimila. Fimm hundruð sjötíu og sjö sæti eru á franska þinginu og er vinstrabandalaginu spáð 260 til 320 sætum og bandalagi miðjuflokka Macrons er spáð 260 til 320 sætum. Franska kosningakerfið er nokkuð flókið þar sem kosið er í tveimur umferðum. Þingsætum er ekki úthlutað eftir fylgi flokka á landsvísu heldur fylgi þeirra í einstökum héruðum og fer seinni umferð þingkosninganna fram eftir viku. Þjóðarflokkur Marine Le Pen, sem tapaði forsetakosningunum fyrir Macron í maí, vonast til að fá að minnsta kosti 15 þingmenn þegar upp er staðið. Það myndi tryggja flokkum rétt á að mynda formlegan þingflokk sem tryggði honum meiri áhrif á franska þinginu. Í þingkosningunum fyrir fimm árum fékk flokkurinn aðeins átta þingmenn kjörna. Úrslit kosninganna gætu ráðist af lélegri kjörsókn en könnunarfyrirtæki spá því að innan við helmingur kjósenda muni mæta á kjörstað. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Frakkar kjósa til þings í tveimur umferðum rétt eins og í forsetakosningum. Macron forseta er í mun að fylgja eftir sigri sínum í maí með sigri í þingkosningunum til að auðvelda honum að koma stefnumálum sínum áfram. Þeirra á meðal eru loforð um skattalækkanir og að eftirlaunaaldur verði almennt hækkaður úr 62 árum í 65. Nýjustu kannanir benda hins vegar til að miðjubandalag Macrons sé ógnað af nýlega mynduðu bandalagi Vinstri grænna og Kommúnistaflokksins undir forystu Jean-Luc Mélenchon. Hann hvetur kjósendur til að kjósa bandalag sitt svo Macron neyðist til að skipa hann í embætti forsætisráðherra. Vinstrabandalagið berst fyrir töluverðri hækkun lágmarkslauna, lækkun eftirlaunaaldurs niður í sextíu ár og frystingu á orkuverði til heimila. Fimm hundruð sjötíu og sjö sæti eru á franska þinginu og er vinstrabandalaginu spáð 260 til 320 sætum og bandalagi miðjuflokka Macrons er spáð 260 til 320 sætum. Franska kosningakerfið er nokkuð flókið þar sem kosið er í tveimur umferðum. Þingsætum er ekki úthlutað eftir fylgi flokka á landsvísu heldur fylgi þeirra í einstökum héruðum og fer seinni umferð þingkosninganna fram eftir viku. Þjóðarflokkur Marine Le Pen, sem tapaði forsetakosningunum fyrir Macron í maí, vonast til að fá að minnsta kosti 15 þingmenn þegar upp er staðið. Það myndi tryggja flokkum rétt á að mynda formlegan þingflokk sem tryggði honum meiri áhrif á franska þinginu. Í þingkosningunum fyrir fimm árum fékk flokkurinn aðeins átta þingmenn kjörna. Úrslit kosninganna gætu ráðist af lélegri kjörsókn en könnunarfyrirtæki spá því að innan við helmingur kjósenda muni mæta á kjörstað.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira