Krabbameinið hvarf: Nýtt lyf vekur athygli og von Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2022 15:29 Rannsakendur og þátttakendur. Memorial Sloan-Kettering Cancer Center Niðurstöður nýrrar lyfjarannsóknar hafa vakið gríðarlega athygli og von meðal lækna og krabbameinssjúklinga en allir þátttakendur rannsóknarinnar virðast hafa læknast af krabbameini eftir stutta lyfjameðferð. Um er að ræða fjórtán sjúklinga, sem allir áttu það sameiginlegt að hafa greinst snemma með krabbamein í endaþarmi. Enginn þeirra hafði gengist undir aðra meðferð þegar lyfjagjöfin hófst og þá var í öllum tilvikum um að ræða krabbamein með ákveðinn erfðalegan óstöðugleika. Hver sjúklingur fékk níu skammta af lyfinu dostarlimab, nýju lyfi sem er hannað til að blokka ákveðið prótín í krabbameinsfrunumum. Umrætt prótín er þekkt fyrir að hamla svörun ónæmiskerfisins gegn krabbameinum. Eftir sex mánuði fundust engin ummerki um krabbamein hjá neinum sjúklinganna. „Ég held að enginn hafi séð þetta áður, að æxlin hverfi hjá hverjum einsta sjúklingi,“ hefur New York Times eftir Andreu Cercek, sérfræðingi í krabbameinslækningum við Memorial Sloan-Kettering Cancer Center í New York og aðalhöfundi rannsóknarinnar. „Allir fjórtán? Líkurnar eru afar litlar og fordæmalausar í krabbameinslækningum.“ Gæti virkað á önnur krabbamein Niðurstöðurnar voru svo afgerandi að enginn sjúklinganna gekkst undir aðrar meðferðir sem höfðu verið fyrirætlaðar áður en rannsóknin hófst. Þá virtist lyfjagjöfin ekki hafa neinar alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Fjórir aðrir þátttakendur í rannsókninni eru enn að fá lyfið en hafa einnig svarað meðferð. Batahorfur eftir greiningu krabbameins í ristli og endaþarmi eru oft ágætar ef meinið greinist á fyrri stigum en meðferð getur skert lífsgæði töluvert, komið niður á frjósemi og valdið ýmsum vandamálum tengdum þvagblöðru og ristli svo eitthvað sé nefnt. Sá fyrirvari er á rannsókninni að þátttakendur voru fáir og hún nær eingöngu til þeirra sem greinast með umræddan erfðafræðilega óstöðugleika. Hann finnst aðeins hjá um 10 til 15 prósent sjúklinga sem greinast með krabbamein í ristli eða endaþarmi en veldur því að hefðbundin lyfjagjöf virðist ekki virka eins og á önnur krabbamein. Óstöðugleikinn finnst hins vegar einnig í öðrum krabbameinum, sem gætu mögulega svarað lyfjagjöf með dostarlimab. Heilbrigðismál Lyf Bandaríkin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Um er að ræða fjórtán sjúklinga, sem allir áttu það sameiginlegt að hafa greinst snemma með krabbamein í endaþarmi. Enginn þeirra hafði gengist undir aðra meðferð þegar lyfjagjöfin hófst og þá var í öllum tilvikum um að ræða krabbamein með ákveðinn erfðalegan óstöðugleika. Hver sjúklingur fékk níu skammta af lyfinu dostarlimab, nýju lyfi sem er hannað til að blokka ákveðið prótín í krabbameinsfrunumum. Umrætt prótín er þekkt fyrir að hamla svörun ónæmiskerfisins gegn krabbameinum. Eftir sex mánuði fundust engin ummerki um krabbamein hjá neinum sjúklinganna. „Ég held að enginn hafi séð þetta áður, að æxlin hverfi hjá hverjum einsta sjúklingi,“ hefur New York Times eftir Andreu Cercek, sérfræðingi í krabbameinslækningum við Memorial Sloan-Kettering Cancer Center í New York og aðalhöfundi rannsóknarinnar. „Allir fjórtán? Líkurnar eru afar litlar og fordæmalausar í krabbameinslækningum.“ Gæti virkað á önnur krabbamein Niðurstöðurnar voru svo afgerandi að enginn sjúklinganna gekkst undir aðrar meðferðir sem höfðu verið fyrirætlaðar áður en rannsóknin hófst. Þá virtist lyfjagjöfin ekki hafa neinar alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Fjórir aðrir þátttakendur í rannsókninni eru enn að fá lyfið en hafa einnig svarað meðferð. Batahorfur eftir greiningu krabbameins í ristli og endaþarmi eru oft ágætar ef meinið greinist á fyrri stigum en meðferð getur skert lífsgæði töluvert, komið niður á frjósemi og valdið ýmsum vandamálum tengdum þvagblöðru og ristli svo eitthvað sé nefnt. Sá fyrirvari er á rannsókninni að þátttakendur voru fáir og hún nær eingöngu til þeirra sem greinast með umræddan erfðafræðilega óstöðugleika. Hann finnst aðeins hjá um 10 til 15 prósent sjúklinga sem greinast með krabbamein í ristli eða endaþarmi en veldur því að hefðbundin lyfjagjöf virðist ekki virka eins og á önnur krabbamein. Óstöðugleikinn finnst hins vegar einnig í öðrum krabbameinum, sem gætu mögulega svarað lyfjagjöf með dostarlimab.
Heilbrigðismál Lyf Bandaríkin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent