Erlent

Endurnýjaði ökuskírteinið hundrað ára gömul

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ökumaðurinn á þessari mynd er ekki Candida Uderzo og því tengist myndin fréttinni ekki beint.
Ökumaðurinn á þessari mynd er ekki Candida Uderzo og því tengist myndin fréttinni ekki beint. Getty

Candida Uderzo sem býr í Vicenza-héraði í norðurhluta Ítalíu endurnýjaði á dögunum ökuskírteinið sitt. Uderzo er hundrað ára gömul og er þar með þriðji Ítalinn sem fær að keyra eftir hundrað ára afmælið.

„Þessi endurnýjun gerir mig ánægða og mun láta mér líða aðeins frjálsari líka. Ég er heppin. Ég er hundrað ára og að vera svona heilbrigð kemur mér á óvart,“ hefur ítalski miðillinn Corriere della Sera eftir Uderzo. Hún segist ekki vera á neinum lyfjum en viðurkennir að hún fái sér svefntöflur einstaka sinnum.

Á Ítalíu þurfa ökumenn yfir áttrætt að endurnýja ökuskírteini sitt á tveggja ára fresti með því meðal annars að standast sjónmælingu og sýna fram á læknisvottorð. Sjónmælingin hefur verið lítið mál fyrir Uderzo þar sem hún segist ekki einu sinni þurfa að nota gleraugu þegar hún les dagblöðin á morgnana.

Hún segist vera mjög heilbrigð og elskar að keyra. Henni finnst afar gott að þurfa ekki að neyða son sinn í að keyra sig út um allt.

Lífslíkurnar á Ítalíu eru með þeim hæstu í heiminum og nær meðalkonan að verða tæplega 85 ára gömul, einu ári meira en meðalkonan á Íslandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×