Fær eina og hálfa milljón vegna aðgerða lögreglu í vændismáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2022 11:18 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða karlmanni 1,5 milljónir króna í bætur vegna umfangsmikilla rannsóknaraðgerða og þvingunarráðstafana í tengslum við rannsókn lögreglu á meintum brotum mannsins, sem tengdust meðal annars vændi. Málið má rekja til þess að þann 16. janúar 2019 samþykkti Héraðsdómur Reykjaness að fjarskiptafyrirtækjum yrði gert skylt að veita Lögreglunni á Suðurnesjum fjarskiptaupplýsingar tengdar símtækjum og númerum mannsins, auk þess að heimild fékkst til að hlusta á og hljóðrita símtök og samtöl við talhólf, sem og sms-sendingar úr símtækjum mannsins. Var þetta gert í tengslum við rannsókn á innflutningi á fíkniefnum sem tilkynning hafði borist um að maðurinn stæði fyrir. Síðar sama ár var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á meintum kynferðis- og ofbeldisbrotum hans, auk brota tengdu vændi og mansali. Kom fram í gæsluvarðhaldsúrskuldi að hin meintu brot hafi beinst gegn eiginkonu hans, sem hafi kært brotin. Maðurinn var meðal annar vistaður í einangrun vegna rannsóknar málsins, auk þess sem framkvæmd var húsleit á heimili foreldra hans, heimili hans og eiginkonunnar. Þá fóru lögreglumenn á vinnustað hans. Að auki var lagt hald á farsíma, tölvur og ýmsan tölvubúnað í eigu mannsins. Krafðist fimmtán milljóna Rannsókn málsins var felld niður í júní 2020. Gerði maðurinn þá kröfu um að greiðslu skaða- og miskabóta. Alls krafðist maðurinn 15,1 milljón króna í skaða- og miskabætur frá ríkinu vegna málsins. Byggði hann það meðal annars á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óvenju umfangsmiklar. Þá taldi hann sig hafa orðið fyrir tekjutapi vegna rannsóknar málsins, ekki síst þar sem honum hafi verið boðið að koma aftur til starfa á vinnustað sónum á skertum launum, en svo verið sagt upp. Taldi hann að ríkið bæri ábyrgð á tekjutapi og atvinnumissi. Íslenska ríkið mótmælti kröfu mannsins og benti á að rannsóknin hafi verið mikil umfangs. Þá hafi maðurinn sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem lögregla réðist í. Þá væri það ósannað að maðurinn hafi verið rekinn úr starfi sínu af engum öðrum sökum en vegna aðgerða lögreglu. Ósannað að rekja mætti atvinnumissi til aðgerða lögreglu Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það að maðurinn ætti rétt á miskabótum frá íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Ekki var þó talið að manninum hafi tekist að sýna fram á orsakatengsl á milli aðgerða lögreglu og fjártjóns vegna atvinnumissis. Var skaðabótakröfu mannsins því hafnað. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða manninum 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Málið má rekja til þess að þann 16. janúar 2019 samþykkti Héraðsdómur Reykjaness að fjarskiptafyrirtækjum yrði gert skylt að veita Lögreglunni á Suðurnesjum fjarskiptaupplýsingar tengdar símtækjum og númerum mannsins, auk þess að heimild fékkst til að hlusta á og hljóðrita símtök og samtöl við talhólf, sem og sms-sendingar úr símtækjum mannsins. Var þetta gert í tengslum við rannsókn á innflutningi á fíkniefnum sem tilkynning hafði borist um að maðurinn stæði fyrir. Síðar sama ár var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á meintum kynferðis- og ofbeldisbrotum hans, auk brota tengdu vændi og mansali. Kom fram í gæsluvarðhaldsúrskuldi að hin meintu brot hafi beinst gegn eiginkonu hans, sem hafi kært brotin. Maðurinn var meðal annar vistaður í einangrun vegna rannsóknar málsins, auk þess sem framkvæmd var húsleit á heimili foreldra hans, heimili hans og eiginkonunnar. Þá fóru lögreglumenn á vinnustað hans. Að auki var lagt hald á farsíma, tölvur og ýmsan tölvubúnað í eigu mannsins. Krafðist fimmtán milljóna Rannsókn málsins var felld niður í júní 2020. Gerði maðurinn þá kröfu um að greiðslu skaða- og miskabóta. Alls krafðist maðurinn 15,1 milljón króna í skaða- og miskabætur frá ríkinu vegna málsins. Byggði hann það meðal annars á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óvenju umfangsmiklar. Þá taldi hann sig hafa orðið fyrir tekjutapi vegna rannsóknar málsins, ekki síst þar sem honum hafi verið boðið að koma aftur til starfa á vinnustað sónum á skertum launum, en svo verið sagt upp. Taldi hann að ríkið bæri ábyrgð á tekjutapi og atvinnumissi. Íslenska ríkið mótmælti kröfu mannsins og benti á að rannsóknin hafi verið mikil umfangs. Þá hafi maðurinn sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem lögregla réðist í. Þá væri það ósannað að maðurinn hafi verið rekinn úr starfi sínu af engum öðrum sökum en vegna aðgerða lögreglu. Ósannað að rekja mætti atvinnumissi til aðgerða lögreglu Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það að maðurinn ætti rétt á miskabótum frá íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Ekki var þó talið að manninum hafi tekist að sýna fram á orsakatengsl á milli aðgerða lögreglu og fjártjóns vegna atvinnumissis. Var skaðabótakröfu mannsins því hafnað. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða manninum 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira