Borgarstjóri ráði ekki öllu Eiður Þór Árnason skrifar 6. júní 2022 22:01 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, er hæstánægð með nýjan meirihlutasáttmála. Vísir/Ragnar Oddviti Pírata segir að hún hafi lagt meiri áherslu á að tryggja góðan framgang helstu baráttumála flokksins en að hreppa borgarstjórastólinn. Það markmið hafi náðst og hún sé ánægð með að Píratar fái nú tækifæri til að færa græn málefni á næsta stig. „Við erum að segja ekki bara þétting heldur þétting af gríðarlega góðum gæðum, við erum að segja enn meira gagnsæi, enn meira lýðræði og erum með nýtt stafrænt ráðhús sem endurspeglar þær áherslur,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir að loknum blaðamannafundi í dag þar sem nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar var kynntur til leiks. „Við erum að segja að loftslagsmálin eigi að vera leiðarljós í allri ákvarðanatöku og erum að sameina skipulags- og umhverfismálin í eitt ráð til að endurspegla það. Þú getur ekki talað um skipulag og samgöngur án þess að tala um umhverfið og loftslagsmál.“ Dóra Björt segir að nýr meirihluti ætli að taka betur utan um mannréttindamál í nýju sameinuðu mannréttindaráði þar sem ofbeldisvarnarmál og kynjuð jafnréttisfjárlagagerð færist inn. „Ég er mjög spennt fyrir því að vinna að þessum málum. Þetta er mjög Píratalegur sáttmáli og ég er bara stolt af því að standa að þessu og ætla að vinna að þessu næstu fjögur árin.“ Faglegra að taka sér tíma Meirihlutaviðræður flokkanna stóðu yfir í tólf daga sem er lengri tími en víðast hvar annars staðar. Dóra Björt segir það eðlilegt að það taki tíma að fyrir fjóra ólíka flokka að tala sig í gegnum mál. „Það er faglegt, frekar en að koma með einhverjar servíettulausnir þá vildum við bara klára þessi samtöl.“ Mikilvægt sé að vanda til verka og oddvitunum hafi tekist að finna lendingu í málum sem allir geti unað við. Dóra Björt segist vera ánægð með verkaskiptinguna milli flokka og einkum að Píratar fái að vinna að sínum helstu kjarnamálaflokkum með því að leiða umhverfis- og skipulagsráð, öflugra mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð sem nái yfir stafræna þjónustu, gagnsæi og lýðræði. „Ég er mjög spennt fyrir því að við höfum náð mjög mikið af áherslum Pírata inn í þennan sáttmála og við höfum fengið umboð og tækin og tólin til að vinna að þessum málum af miklum krafti á kjörtímabilinu. Svo ég er mjög stolt af því og ánægð með það,“ segir Dóra Björt. Borgarstjóri ráði ekki öllu Aðspurð um hvort hún hafi gert tilkall til borgarstjórastólsins segir hún eðlilegt að hann hafi lent hjá stærri flokkum í samstarfinu. Rík áhersla hafi í staðin verið lögð á að koma áherslum Pírata inn í meirihlutasáttmálann og að þær myndu endurspeglast í verkefnaskipan. „Við erum auðvitað fjórir flokkar sem stöndum saman að þessum sáttmála og ræðum okkur saman um mál. Þannig náum við sem mestum krafti og tökum upplýsta ákvörðun og sníðum af annmarka í lýðræðislegu samtali. Það er ekki þannig að borgarstjóri ráði öllu. Við erum fjórir flokkar, ætlum að vinna vel saman og stöndum fyrir sameinandi umbótamenningu og samvinnustjórnmál,“ segir Dóra Björt. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21 Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
„Við erum að segja ekki bara þétting heldur þétting af gríðarlega góðum gæðum, við erum að segja enn meira gagnsæi, enn meira lýðræði og erum með nýtt stafrænt ráðhús sem endurspeglar þær áherslur,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir að loknum blaðamannafundi í dag þar sem nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar var kynntur til leiks. „Við erum að segja að loftslagsmálin eigi að vera leiðarljós í allri ákvarðanatöku og erum að sameina skipulags- og umhverfismálin í eitt ráð til að endurspegla það. Þú getur ekki talað um skipulag og samgöngur án þess að tala um umhverfið og loftslagsmál.“ Dóra Björt segir að nýr meirihluti ætli að taka betur utan um mannréttindamál í nýju sameinuðu mannréttindaráði þar sem ofbeldisvarnarmál og kynjuð jafnréttisfjárlagagerð færist inn. „Ég er mjög spennt fyrir því að vinna að þessum málum. Þetta er mjög Píratalegur sáttmáli og ég er bara stolt af því að standa að þessu og ætla að vinna að þessu næstu fjögur árin.“ Faglegra að taka sér tíma Meirihlutaviðræður flokkanna stóðu yfir í tólf daga sem er lengri tími en víðast hvar annars staðar. Dóra Björt segir það eðlilegt að það taki tíma að fyrir fjóra ólíka flokka að tala sig í gegnum mál. „Það er faglegt, frekar en að koma með einhverjar servíettulausnir þá vildum við bara klára þessi samtöl.“ Mikilvægt sé að vanda til verka og oddvitunum hafi tekist að finna lendingu í málum sem allir geti unað við. Dóra Björt segist vera ánægð með verkaskiptinguna milli flokka og einkum að Píratar fái að vinna að sínum helstu kjarnamálaflokkum með því að leiða umhverfis- og skipulagsráð, öflugra mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð sem nái yfir stafræna þjónustu, gagnsæi og lýðræði. „Ég er mjög spennt fyrir því að við höfum náð mjög mikið af áherslum Pírata inn í þennan sáttmála og við höfum fengið umboð og tækin og tólin til að vinna að þessum málum af miklum krafti á kjörtímabilinu. Svo ég er mjög stolt af því og ánægð með það,“ segir Dóra Björt. Borgarstjóri ráði ekki öllu Aðspurð um hvort hún hafi gert tilkall til borgarstjórastólsins segir hún eðlilegt að hann hafi lent hjá stærri flokkum í samstarfinu. Rík áhersla hafi í staðin verið lögð á að koma áherslum Pírata inn í meirihlutasáttmálann og að þær myndu endurspeglast í verkefnaskipan. „Við erum auðvitað fjórir flokkar sem stöndum saman að þessum sáttmála og ræðum okkur saman um mál. Þannig náum við sem mestum krafti og tökum upplýsta ákvörðun og sníðum af annmarka í lýðræðislegu samtali. Það er ekki þannig að borgarstjóri ráði öllu. Við erum fjórir flokkar, ætlum að vinna vel saman og stöndum fyrir sameinandi umbótamenningu og samvinnustjórnmál,“ segir Dóra Björt. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21 Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21
Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. 6. júní 2022 18:15
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent