Innlent

Segja að Einar og Dagur skiptist á að vera borgarstjóri

Kjartan Kjartansson skrifar
Einar Þorsteinsson (t.v.) og Dagur B. Eggertsson (t.h.) verða borgarstjórar á þessu kjörtímabili ef marka má Mbl.is.
Einar Þorsteinsson (t.v.) og Dagur B. Eggertsson (t.h.) verða borgarstjórar á þessu kjörtímabili ef marka má Mbl.is. Vísir/Vilhelm

Einar Þorsteinsson og Dagur B. Eggertsson eru sagðir ætla að skipta með sér borgarstjórastólnum á kjörtímabilinu og nýr meirihluti ætla að kynna sérstakt húsnæðisátak í borginni.

Mbl.is segist hafa „öruggar heimildir“ fyrir þessu. Dagur verði borgarstjóri fyrstu átján mánuðina en Einar taki svo við af honum. Þangað til verði Einar formaður borgarráðs.

Í málefnasamningi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar verði kveðið á um sérstakt húsnæðisátak í borginni og að fyrsta áfanga Sundabrautar verði hrundið af stað á kjörtímabilinu.

Blaðamannafundur þar sem meirihlutasamstarfið verður kynnt hefst klukkan 15:00. Hann verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×